Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Pamela slær á sögu­sagnirnar

Leikkonan Pamela Anderson gefur lítið fyrir orðróma þess efnis að samband hennar og leikarans Liam Neeson sé eða hafi verið kynningarbrella.

Baðst af­sökunar á miður fal­legum orðum í garð annarra verj­enda

Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað.

„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi

Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 

Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er við­skipta­hug­mynd“

Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs Ingvarssonar, vill meina að fullkominn vafi sé á því hvort áverkarnir sem urðu Hjörleifi Hauk Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða hafi verið til komnir vegna gjörða sakborninga málsins eða lækna á bráðamóttöku Landspítalans.

„Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn”

Páll Kristjánsson, verjandi Stefáns Blackburn, segir umbjóðanda sinn ekki hafa fegrað sinn hlut þegar hann bar vitni í Gufunesmálinu svokallaða þar sem hann er ákærður. Hann hafi játað „hrikalega“ háttsemi og lýst henni með ítarlegum hætti. Þrátt fyrir það ætti að sakfella hann fyrir líkamsárás, en ekki manndráp.

„Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“

Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar.

Á­kærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi vegna meintra brota gegn barni, sem mun hafa tengst honum nánum böndum, meðan það var tveggja til fimm ára gamalt. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum mikið barnaníðsefni í tækjum sínum.

Stefnir Hödd vegna á­sökunar um nauðgun

Hörður Ólafsson læknir hefur stefnt Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fyrir meiðyrði. Í sumar birti Hödd færslu á Facebook þar sem hún sakaði Hörð um að hafa nauðgað sér tvisvar, en þau voru í sambandi um tíma.

Sjá meira