Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Merzedes Club snýr aftur

Hljómsveitin Merzedes Club mun snúa aftur eftir langt hlé í Laugardalshöll í maí. Tónleikarnir í Laugardalshöll verða hluti af afmælisveislu FM95Blö.

Refur með fuglainflúensu

Fuglainflúensa hefur greinst í refi í Skagafirði. Refurinn var aflífaður í vikunni, en íbúi hafði fundið hann og séð að hann væri augljóslega veikur.

Ósakhæfur þegar hann olli á­rekstri og lagði líf konu í rúst

Karlmaður sem var ákærður fyrir að keyra undir áhrifum og valda hörðum árekstri var metinn ósakhæfur af Héraðsdómi Vesturlands. Manninum var þó gert að greiða kona sem slasaðist alvarlega í árekstrinum þrjár milljónir í miskabætur. Þá þarf hann að greiða 410 þúsund króna sekt innan fjögurra vikna, ellegar þarf hann að sitja 24 daga í fangelsi.

Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki fyrir svokallað minningargreinamál. Í byrjun nóvember staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms þar sem Reyni Traustasyni og félaginu Sólartúni, útgefanda Mannlífs, var gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir vegna endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, sem og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um.

Lítið sem ekkert flug fram­undan

Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins.

Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra

Lögreglan í Skotlandi hefur staðfest líkfund í ánni Dee í Aberdeen í Skotlandi, skammt frá þeim stað þar sem síðast sást til tvíburasystra sem hurfu sporlaust 7. janúar síðastliðinn. Enn á eftir að bera kennsl á líkið.

Ýtti konu fyrir bíl

Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem hann framdi fyrir utan kaffihús í Reykjavík í ágúst árið 2021. Ákvörðun um refsingu hans var frestað.

Sjá meira