Hvorugt þeirra man eftir slysinu Karlmaður hlaut í dag þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til eins árs, í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna ofsaaksturs í Öxnadal í byrjun nóvember árið 2020, en bíll mannsins endaði utan vegar. Ökumaðurinn og kona sem var farþegi í bílnum slösuðust, en hvorugt þeirra man eftir slysinu. 27.6.2024 17:53
Heimsóttu Dagbjörtu fyrir handtökuna: „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið“ Tveir menn komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða áður en Dagbjört Rúnarsdóttir var handtekin en eftir að hinn látni hafði verið fluttur á brott með sjúkrabíl. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september í fyrra, 26.6.2024 15:51
Sló hinn látna eftir að viðbragðsaðilar voru komnir Viðbragðsaðilar sem komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða sögðu Dagbjörtu Rúnarsdóttur, sem er grunuð í málinu um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september síðastliðinu, hafa slegið manninn eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. 26.6.2024 15:07
Segir Dagbjörtu ekki hafa sýnt iðrun Rannsóknarlögreglumaður sem fór með rannsókna á Bátavogsmálinu svokallaða segist ekki hafa orðið var við að Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum manni að bana í Bátavogi í september í fyrra, hafi sýnt iðrun eða samúð vegna andláts mannsins 26.6.2024 14:11
„Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26.6.2024 11:13
Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25.6.2024 23:15
Braut rúðu lögreglubíls með því að skalla hana ítrekað Karlmaður hefur hlotið 45 daga skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Austurlands fyrir brot gegn valdstjórninni og eignaspjöll. Brotin framdi maðurinn fyrir framan lögreglubíl að kvöldi til í janúar í fyrra. 25.6.2024 22:49
Milljón í málskostnað út af 50 þúsund kalli Félag hefur í héraði verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 55.675 krónur í vangoldin laun, auk vaxta, vegna tveggja veikindadaga. Nokkru hærri er upphæð málskostnaðar sem félaginu var gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi, eða rúmlega milljón krónur. 25.6.2024 22:17
Allt morandi í dularfullum froskum í Garðabæ „Það er allt morandi í villtum froskum í garðinum mínum,“ segir Askur Hrafn Hannesson, íbúi í Garðabæ. Hann og fjölskylda hans urðu fyrst vör við froskana árið 2017, en síðan hafa þeir stækkað umtalsvert. 25.6.2024 21:30
Kjarnorkubréf Einsteins til sölu Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það. 25.6.2024 18:14