Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að ríkið verði að standa við gerða samninga um samgöngusáttmála og borgarlínu þrátt fyrir neikvæð ummæli leiðtoga hans eigins flokks um línuna. Hann tekur sína fyrstu skóflustungu sem ráðherra þegar framkvæmdir við borgarlínu hefjast formlega í dag. 17.1.2025 09:10
Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Glæsileg glitský hafa sést á himni yfir Akureyri undanfarna daga. Ský af þessu tagi myndast að vetrarlagi þegar óvenjukalt verður í heiðhvolfinu hátt fyrir ofan hefðbundin ský. 16.1.2025 11:48
Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Sádiarabískir eigendur LIV-mótaraðarinnar í golfi hafa ráðið nýjan framkvæmdastjóra í stað Gregs Norman sem hefur stýrt henni frá byrjun. Ný framkvæmdastjórinn hefur meðal annars komið nálægt rekstri bandarískra körfubolta- og íshokkíliða. 16.1.2025 11:13
Varað við ísingu með umskiptum í veðri Hætta er á að ísing og hálka myndist á blautum vegum, sérstaklega á Suðvesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu, þegar umskipti verða í veðrinu síðdegis og í kvöld. Rigna á fram eftir degi en síðan kólna. 16.1.2025 09:44
Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að tölvuþrjótar geti komist inn í tölvukerfi með því að blekkja almenna starfsmenn til að gefa upp lykilorð og aðganga. Netglæpaheimurinn velti billjónum dollara og sé orðinn stærri en eiturlyfjaiðnaður heimsins. 16.1.2025 09:10
Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti nýtt deiluskipulag fyrir 180 íbúða byggð á reit á Ártúnshöfða til auglýsingar í dag. Reiturinn er fyrsti deiliskipulagsáfengi á lóð BM Vallár. 15.1.2025 16:01
Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ráðið Jónu Þóreyju Pétursdóttur sem annan aðstoðarmann sinn. Jóna Þórey er lögmaður sem hefur sinnt málum á sviði umhverfis- og eignarréttar. Á háskólaárum sínum sat hún í skipulagsteymi loftslagsverkfalla ungs fólks. 15.1.2025 11:43
Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Lögreglan í Helsinki lagði blátt bann við fyrirhuguðum MMA-bardaga hóps nýnasista og götugengis um helgina. Skipuleggjandi bardagans sagði hann „frábært tækifæri“ til að leiða hópana tvo saman. 15.1.2025 10:10
Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Réttarhöld hófust í Kaupmannahöfn í morgun þar sem saksóknarar fara fram á að dómari leysi upp mótorhjólagengið Bandidos. Lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi þess í fyrra. 15.1.2025 09:15
Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við að íslensk stjórnvöld kjósi að lækka skuldbindingar sínar í losunarmálum eins mikið og reglur leyfa. Þau hafi þegar afsalað sér milljörðum króna í tekjur af losunarheimildum til þess að baktryggja sig. 15.1.2025 07:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent