Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Samband stjarnfræðinga sem heldur utan um örnefni í sólkerfinu hefur gefið hnullungi í smástirnabeltinu á millis Mars og Júpíters nafnið Grindavík. Smástirnið er annað fyrirbærið í sólkerfinu, utan jarðarinnar, sem er kennt við bæinn á Reykjanesi. 14.8.2025 13:40
Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“. 14.8.2025 10:37
Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Öldur gætu náð alla leið að styttunum frægu á Páskaeyju fyrir árið 2080 vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er ein af afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Stytturnar laða tugi þúsunda ferðamanna að eyjunni árlega en ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein þar. 14.8.2025 09:21
Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Forseti Frakklands segir það hafa verið gert kýrskýrt að aðeins Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafi umboð til að ræða möguleg skipti á landsvæði við Rússa á fundi með Bandaríkjaforseta. Selenskíj sagðist jákvæður að fundi loknum. 13.8.2025 15:33
Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Guðrún Ása Björnsdóttir er hætt sem framkvæmdastjóri heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar eftir aðeins um eitt og hálft ár í starfi. Við starfinu tekur Kristján Jón Jónatansson. 13.8.2025 12:46
Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Stíf fundarhöld í aðdraganda fundar forseta Bandaríkjanna og Rússlands í Alaska eru á dagskrá í dag. Forseti Úkraínu er í Berlín til að ræða við evrópska ráðamenn sem eiga einnig stefnumót við Bandaríkjaforseta gegnum fjarfundarbúnað. 13.8.2025 10:42
Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13.8.2025 09:39
Almannatenglar stofna fjölmiðil Eigandi og ráðgjafi eins helsta almannatengslafyrirtæki landsins hafa hleypt af stokkunum nýjum fjölmiðli sem birtir fréttir og tilkynningar. Ritstjóri miðilsins telur það ekki bjóða upp á hagsmunaárekstra að vinna við almannatengsl og skrifa fréttir á sama tíma. 12.8.2025 15:44
Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Maður sem lét byssukúlum rigna yfir skrifstofur bandarískrar heilbrigðisstofnunar fyrir helgi er sagður hafa verið knúinn áfram að samsæriskenningum um bóluefni gegn Covid-19. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn vara við afleiðingum slíkra samsæriskenninga í kjölfar árásarinnar. 12.8.2025 11:59
Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Palestínufánar í Gleðigöngunni um helgina drógu ekki athygli frá réttindabaráttu hinsegin fólks, að mati sérfræðings í málefnum hinsegin fólks. Samstaða með Palestínu í göngunni hafi snúist um að virða öll mannréttindi skilyrðislaust, óháð skoðunum fólks. 12.8.2025 09:32