Vonast eftir markvissari aðgerðaáætlun í væntanlegri uppfærslu Ríkisstjórnin stefnir að því að leggja fram uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir lok ársins. Formaður loftslagsráðs segir að áætlunin þurfi að verða mun markvissari með tölulegum markmiðum og skýrari ábyrgðarskiptingu en sú sem nú er í gildi. 14.9.2023 07:01
Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13.9.2023 09:35
Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13.9.2023 08:34
Djúpstæður klofningur hálfri öld eftir alræmt valdarán Síleskt samfélag er enn klofið sem endranær, fimmtíu árum eftir að herforingjar steyptu lýðræðislega kjörnum forseta landsins af stóli í blóðugu valdaráni. Tugir þúsunda manna greiddu fyrir stöðugleika og hagvöxt með lífi sínu undir ógnarstjórn einræðisherrans Augusto Pinochet. 11.9.2023 15:14
Ætlar að láta af störfum sem forstjóri Ice Fish Farm Guðmundur Gíslason ætlar að stíga til hliðar sem forstjóri fiskeldisfyrirtækisins Ice Fish Farm á Austfjörðum og snúa sér að markaðsstörfum fyrir fyrirtækið. Hann heldur áfram sem forstjóri á meðan eftirmanns hans er leitað. 11.9.2023 12:32
Greindur með lítt þekktan sjúkdóm á ferðalagi: „Það bjargaði lífi mínu að fara til Íslands“ Bandarískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem fékk greiningu á óútskýrðum veikindum sínum eftir heimsókn á Landspítalann segir það hafa bjargað lífi sínu að koma til Íslands. Tengsl íslensks gigtarlæknis við sérfræðing sem lýsti sjúkdómnum fyrst leiddu meðal annars til greiningarinnar. 11.9.2023 11:50
Tugir fallnir í drónaárás á markað í Khartoum Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu. 11.9.2023 09:18
Milljóna styrkhafi segir gullöld runna upp í stjarneðlisfræði Íslenskur stjarneðlisfræðingur sem hlaut meira en tvö hundruð milljóna króna evrópskan styrk fyrir rannsóknir sínar segir að gullöld sé runnin upp í stjarneðlisfræði. Rannsóknirnar eiga að varpa ljósi á uppruna Vetrarbrautarinnar okkar og hvernig frumefnin urðu til. 11.9.2023 08:21
Tíu látnir í flóðunum í Grikklandi og fleiri saknað Tala látinna í flóðunum í Grikklandi hækkar enn. Nú eru tíu taldir af og fjögurra til viðbótar er saknað. Björgunarlið flytur enn hundruð íbúa þorpa á hamfararsvæðinu burt með þyrlum og bátum. 8.9.2023 15:48
Segir ásakanir um þaulskipulagða glæpi mannorðsmorð Samskip eru sökuð um ólöglegt samráð í flutningaþjónustu á Norðurlandi í tíð stjórnarformanns lífeyrissjóðsina Gildis sem formaður VR sakar um „þaulskipulagða glæpi“. Lífeyrissjóðsstjórinn hætti störfum hjá Samskipum áður en alvarlegustu brotin sem Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið fyrir voru framin. 8.9.2023 14:45