Grunaður um að drepa tvær ungar konur í Árósum Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um að hafa drepið tvær ungar konur í úthverfi Árósa í Danmörku. Hann var handtekinn í tengslum við dauða átján ára stúlku um helgina en er nú talinn hafa átt þátt í dauða annarrar konu í júlí. Konurnar eru taldar hafa látist af völdum eitrunar. 4.9.2023 15:01
Endurnýjar ekki kornsamning nema kröfum hans verði mætt Vladímír Pútín Rússlandsforseti ljær ekki máls á því að endurvekja samkomulag um kornflutning á Svartahafi nema vestræn ríki fallist á kröfur hans um tilslakanir fyrir Rússland. Geri þau það verði hægt að endurnýja samninginn á fáum dögum. 4.9.2023 14:37
Valdaræningi lætur lýsa sig forseta Gabons Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Gabon sór embættiseið sem bráðabirgðaforseti landsins í dag. Hann hét því að skila völdum aftur til þjóðarinnar í frjálsum og trúverðugum kosningum. 4.9.2023 14:04
Mannskæðir vatnavextir í úrhelli á Spáni Að minnsta kostir tveir eru látnir í miklum vatnavöxtum á Spáni. Fólki hefur verið bjargað af húsþökum og vegir og járnbrautarlínur hafa lokast vegna úrhellisrigningarinnar sem byrjaði að falla í gær. 4.9.2023 12:24
Scholz með lepp fyrir auga eftir hlaupaslys Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, birti mynd af sér með lepp fyrir auganu í morgun. Kanslarinn aflýsti viðburðum um helgina eftir að hann hrasaði og datt á andlitið þegar hann var úti að skokka. 4.9.2023 10:43
Reynir að blása lífi í kornsamkomulag á fundi með Pútín Recep Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar að freista þess að sannfæra Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að endurlífga samkomulag um kornútflutning frá Úkraínu um Svartahaf þegar þeir hittast í dag. Rússar réðust á úkraínska kornflutningahöfn í morgun. 4.9.2023 08:49
Lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp Ein fyrstu viðbrögð forstjóra Samskipa við húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði árið 2013 voru að hafa samband við framkvæmdastjóra hjá Eimskipum. Samráð fyrirtækjanna sem Samskip sætir metsekt fyrir er sagt hafa gert þeim kleift að hlunnfara viðskiptavini sína. Forstjóri Eimskips lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp þar sem þeir spiluðu saman golf. 1.9.2023 15:24
Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1.9.2023 11:09
Telja rússneska tunglfarið hafa skilið eftir sig gíg Myndir bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA benda til þess að rússneska geimfarið Luna-25 hafi skilið eftir tíu metra breiðan gíg á yfirborði tunglsins þegar það brotlenti þar í síðasta mánuði. Luna-25 var fyrsta tunglfar Rússa í tæpa hálfa öld en leiðangurinn var unnin fyrir gýg. 1.9.2023 10:52
HS Orka kaupir tvær virkjanir í Fjarðará Orkufyrirtækið HS Orka festi kaup á félagi sem á og reku tvær vatnsafslvirkjanir í Fjarðará í Seyðisfirði um mánaðamótin. Framleiðsla virkjananna verður notuð til þess að mæta álagstoppum almennra notenda að vetrarlagi. 1.9.2023 10:27