Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2024 13:45 Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi. AP/James Speakman/PA Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. Árásin átti sér stað um klukkan 11:50 að staðartíma, eða 10:50 að íslenskum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sjúkraliðið á staðnum hafi sinnt að minnsta kosti átta manns með stungusár. Stórslysavakt var lýst yfir á Alder Hey-barnaspítalanum vegna þess. Staðarblaðið Liverpool Echo hefur eftir heimildum sínum að einn sé látinn og að talið sé að það sé barn. Allt að tíu manns, börn og fullorðnir, hafi verið fluttir á sjúkrahús með meiriháttar áverka. Lögreglan segir að frekari ógn steðji ekki að almenningi eftir að vopnaðir lögreglumenn höfðu hendur í hári árásarmannsins. BBC hefur jafnframt eftir Tim Johnson, blaðamanni frá staðarmiðlinum Eye of Southport, sem kom á vettvang um tuttugu mínútum eftir að lögregla var kölluð til að árásin hafi verið gerð í félagsmiðstöð fyrir börn í gömlu vöruhúsi. Fórnarlömbin séu börn. Hann hafi meðal annars séð stúlku alblóðuga á sjúkrabörum. „Foreldrar hennar hlupu á eftir henni. Þetta var hræðilegt. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Johnson. „Ég sá sjúkraliða, karla og konur, grátandi. Fólk grét á götum úti.“ One man, who has been helping to direct traffic next to the scene, told the Echo: “I saw a man from the ARV come out the cordon and he was white as a sheet. He just shook his head and I thought he was going to cry.” pic.twitter.com/Usj0rPh6h0— Ben Roberts-Haslam (@benhaslm) July 29, 2024 Forsætisráðherrann sleginn yfir tíðindunum Southport er strandbær á norðvesturströnd Englands, tæpa þrjátíu kílómetra norður af Liverpool. Colin Parry, eigandi verkstæðis nærri vettvangi árásarinnar, segir AP-fréttastofunni að hann telji að fjöldi barna hafi verið stunginn. „Þetta er eins og eitthvað frá Bandaríkjunum, ekki sólríka Southport,“ sagði hann. BBC segir að Parry hafi gert lögreglu viðvart um árásina. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði fréttirnar frá Southport, hryllilegar og sláandi í færslu á samfélagsmiðlinum X. Hann fái reglulegar upplýsingar um framvindu mála þar. Sagði hann hug sinn hjá þeim sem ættu um sárt að binda. Horrendous and deeply shocking news emerging from Southport. My thoughts are with all those affected.I would like to thank the police and emergency services for their swift response.I am being kept updated as the situation develops.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) July 29, 2024 Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, lýsti yfir áhyggjum af árásinni á X. I am deeply concerned at the very serious incident in Southport. All my thoughts are with the families & loved ones of those affected.I have spoken to the Merseyside Police & Crime Commissioner to convey full support to the police & thanks to the emergency services responding.— Yvette Cooper (@YvetteCooperMP) July 29, 2024 Steve Rotherham, borgarstjóri Liverpool-stórborgarsvæðisins, hvatti fólk til þess að bíða eftir upplýsingum frá opinberum aðilum og forðast að dreifa óstaðfestum orðrómum eða röngum upplýsingum. Fréttin verður uppfærð. Bretland Erlend sakamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Árásin átti sér stað um klukkan 11:50 að staðartíma, eða 10:50 að íslenskum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sjúkraliðið á staðnum hafi sinnt að minnsta kosti átta manns með stungusár. Stórslysavakt var lýst yfir á Alder Hey-barnaspítalanum vegna þess. Staðarblaðið Liverpool Echo hefur eftir heimildum sínum að einn sé látinn og að talið sé að það sé barn. Allt að tíu manns, börn og fullorðnir, hafi verið fluttir á sjúkrahús með meiriháttar áverka. Lögreglan segir að frekari ógn steðji ekki að almenningi eftir að vopnaðir lögreglumenn höfðu hendur í hári árásarmannsins. BBC hefur jafnframt eftir Tim Johnson, blaðamanni frá staðarmiðlinum Eye of Southport, sem kom á vettvang um tuttugu mínútum eftir að lögregla var kölluð til að árásin hafi verið gerð í félagsmiðstöð fyrir börn í gömlu vöruhúsi. Fórnarlömbin séu börn. Hann hafi meðal annars séð stúlku alblóðuga á sjúkrabörum. „Foreldrar hennar hlupu á eftir henni. Þetta var hræðilegt. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Johnson. „Ég sá sjúkraliða, karla og konur, grátandi. Fólk grét á götum úti.“ One man, who has been helping to direct traffic next to the scene, told the Echo: “I saw a man from the ARV come out the cordon and he was white as a sheet. He just shook his head and I thought he was going to cry.” pic.twitter.com/Usj0rPh6h0— Ben Roberts-Haslam (@benhaslm) July 29, 2024 Forsætisráðherrann sleginn yfir tíðindunum Southport er strandbær á norðvesturströnd Englands, tæpa þrjátíu kílómetra norður af Liverpool. Colin Parry, eigandi verkstæðis nærri vettvangi árásarinnar, segir AP-fréttastofunni að hann telji að fjöldi barna hafi verið stunginn. „Þetta er eins og eitthvað frá Bandaríkjunum, ekki sólríka Southport,“ sagði hann. BBC segir að Parry hafi gert lögreglu viðvart um árásina. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði fréttirnar frá Southport, hryllilegar og sláandi í færslu á samfélagsmiðlinum X. Hann fái reglulegar upplýsingar um framvindu mála þar. Sagði hann hug sinn hjá þeim sem ættu um sárt að binda. Horrendous and deeply shocking news emerging from Southport. My thoughts are with all those affected.I would like to thank the police and emergency services for their swift response.I am being kept updated as the situation develops.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) July 29, 2024 Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, lýsti yfir áhyggjum af árásinni á X. I am deeply concerned at the very serious incident in Southport. All my thoughts are with the families & loved ones of those affected.I have spoken to the Merseyside Police & Crime Commissioner to convey full support to the police & thanks to the emergency services responding.— Yvette Cooper (@YvetteCooperMP) July 29, 2024 Steve Rotherham, borgarstjóri Liverpool-stórborgarsvæðisins, hvatti fólk til þess að bíða eftir upplýsingum frá opinberum aðilum og forðast að dreifa óstaðfestum orðrómum eða röngum upplýsingum. Fréttin verður uppfærð.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira