Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lög­reglu­maður sem brást ekki við skóla­skot­á­rás sýknaður

Kviðdómur í Flórída í Bandaríkjunum sýknaði skólalögreglumann sem var sakaður um að flýja af hólmi þegar byssumaður hóf skothríð í framhaldsskóla í Parkland árið 2018. Byssumaðurinn náði að skjóta sautján manns til bana áður en lögregla hafði hendur í hári hans.

Stefna norskum stjórnvöldum vegna nýrra olíuleyfa

Tvenn náttúruverndarsamtök segjast ætla að stefna norska ríkinu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að gefa út nítján ný leyfi fyrir olíu- og gasvinnslu í gær. Þau saka ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskrá og hunsa skuldbindingar sínar í mannréttindamálum með leyfunum.

Banna jákvæða mismunun kynþátta

Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. 

Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja

Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn.

Flutningur hælis­leit­enda til Rúanda dæmdur ó­lög­legur

Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan.

Heyrðu öldunið þyngdar­bylgna sem ganga um al­heiminn

Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast.

Sjá meira