Sólríkasta byrjun árs í Reykjavík í 77 ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2024 22:32 Bjartur dagur í Reykjavík í mars. Aðeins einu sinni hafa sólskinsstundir mælst fleiri fyrstu fjóra mánuði ársins en í ár. Vísir/Arnar Leita þarf aftur til fimmta áratugs síðustu aldar til þess að finna sólríkari byrjun árs í Reykjavík en í ár. Apríl var kaldur og óvenjuþurr víða um land. Alls mældist 512,1 sólskinsstund í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í apríl og upphafi árs. Aðeins einu sinni í sögu mælingar hafa þær mælst fleiri, árið 1947. Apríl var fjórði sólríkasti aprílmánuður í borginni frá upphafi mælinga árið 1911. Ekki var þó hlýtt í Reykjavík í apríl. Meðalhitinn var 3,1 gráður sem er hálfri gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 1,3 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Mánuðurinn var hlutfallslega þurr í borginni en úrkoman var rúmur þriðungur af meðalúrkomunni 1991 til 2020. Aðeins sjö sinnum hefur mælst minni úrkoma í apríl í Reykjavík í apríl frá upphafi samfelldra úrkomumælinga þar. Jörð var aðeins flekkótt af snjó einn dag í apríl. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru einnig óvenjuþurrir í Reykjavík. Úrkoman var um sjötíu prósent af meðalheildarúrkomu janúar til apríl 1991 til 2020. Snjóþungt og kalt fyrir norðan og austan Meðalhiti á landinu öllu í apríl var undir meðallagi aprílmánaða síðustu tíu ára. Sérstaklega var kalt inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Víða á Austurlandi var apríl svalari en mars. Lágmarkshitamet féllu á ýmsum sjálfvirkum veðurstöðvum á norður- og austurhluta landsins í fyrri hluta apríl en hlýrra var í veðri seinni hluta mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -22,3 stig í Svartárkoti. Apríl var þurrt víðast á landinu fyrir utan norðausturfjórðunginn. Á Akureyri var mánaðarúrkoman þannig áttatíu prósent umfram meðalúrkomu aprílmánaða frá 1991 til 2020. Snjóþungt var á norðan- og austanverðu landinu fram eftir apríl og töluvert um samgöngutruflanir vegna hríðarveðurs og fannfergis. Á Akureyri voru sautján alhvítir dagar, rúmlega þrefalt fleiri en vanalega, og jörð var ekki alauð neinn morgun í apríl. Veður Reykjavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Alls mældist 512,1 sólskinsstund í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í apríl og upphafi árs. Aðeins einu sinni í sögu mælingar hafa þær mælst fleiri, árið 1947. Apríl var fjórði sólríkasti aprílmánuður í borginni frá upphafi mælinga árið 1911. Ekki var þó hlýtt í Reykjavík í apríl. Meðalhitinn var 3,1 gráður sem er hálfri gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 1,3 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Mánuðurinn var hlutfallslega þurr í borginni en úrkoman var rúmur þriðungur af meðalúrkomunni 1991 til 2020. Aðeins sjö sinnum hefur mælst minni úrkoma í apríl í Reykjavík í apríl frá upphafi samfelldra úrkomumælinga þar. Jörð var aðeins flekkótt af snjó einn dag í apríl. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru einnig óvenjuþurrir í Reykjavík. Úrkoman var um sjötíu prósent af meðalheildarúrkomu janúar til apríl 1991 til 2020. Snjóþungt og kalt fyrir norðan og austan Meðalhiti á landinu öllu í apríl var undir meðallagi aprílmánaða síðustu tíu ára. Sérstaklega var kalt inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Víða á Austurlandi var apríl svalari en mars. Lágmarkshitamet féllu á ýmsum sjálfvirkum veðurstöðvum á norður- og austurhluta landsins í fyrri hluta apríl en hlýrra var í veðri seinni hluta mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -22,3 stig í Svartárkoti. Apríl var þurrt víðast á landinu fyrir utan norðausturfjórðunginn. Á Akureyri var mánaðarúrkoman þannig áttatíu prósent umfram meðalúrkomu aprílmánaða frá 1991 til 2020. Snjóþungt var á norðan- og austanverðu landinu fram eftir apríl og töluvert um samgöngutruflanir vegna hríðarveðurs og fannfergis. Á Akureyri voru sautján alhvítir dagar, rúmlega þrefalt fleiri en vanalega, og jörð var ekki alauð neinn morgun í apríl.
Veður Reykjavík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira