Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Finnar draga sig út úr sátt­mála gegn jarðsprengjum

Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á finnska þinginu greiddi atkvæði með því að Finnland segi sig frá Ottawa-sáttmálanum sem bannar notkun jarðsprengna. Tilefnið er vaxandi ógn sem Finnar telja stafa af nágrönnum þeirra í Rússlandi.

Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til við­bótar

Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur verið frestað um þrjár vikur eftir að í ljós kom að þörf væri á meiri múrviðgerðum en áætlað var. Nú er stefnt að því að opna laugina 15. júlí en upphaflega átti það að gerast á mánudaginn.

Færðu barn heila­dauðrar konu í heiminn

Læknar á sjúkrahúsi í Georgíu í Bandaríkjunum færðu barn heiladauðrar konu sem hefur verið haldið í öndunarvél frá því febrúar í heiminn með keisaraskurði fyrir helgi. Sjúkrahúsið hafði sagt fjölskyldu konunnar að læknar mættu ekki taka hana úr öndunarvél vegna strangra laga um þungunarrof í ríkinu.

Engar fram­farir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs

Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika.

Þeim sem skaut þing­menn lýst sem kristi­legum íhalds­manni

Karlmaður á sextugsaldri sem skaut ríkisþingkonu og eiginmann hennar til bana og særði tvennt til viðbótar í Minnesota í Bandaríkjunum er lýst sem sannkristnum og hægrisinnuðum íhaldsmanni. Hann er meðal annars sagður hafa sótt kosningafundi sitjandi Bandaríkjaforseta.

Sjá meira