Finnar draga sig út úr sáttmála gegn jarðsprengjum Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á finnska þinginu greiddi atkvæði með því að Finnland segi sig frá Ottawa-sáttmálanum sem bannar notkun jarðsprengna. Tilefnið er vaxandi ógn sem Finnar telja stafa af nágrönnum þeirra í Rússlandi. 19.6.2025 10:34
Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykktu tillögu um að gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum í gær. Endugerð gatnanna sem var samþykkt í fyrra frestast þó. 19.6.2025 09:08
Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur verið frestað um þrjár vikur eftir að í ljós kom að þörf væri á meiri múrviðgerðum en áætlað var. Nú er stefnt að því að opna laugina 15. júlí en upphaflega átti það að gerast á mánudaginn. 18.6.2025 15:14
Bóndi spurði eftirlitsmann MAST hvort hann ætti að skjóta hann Matvælastofnun hefur kært bónda sauðfjárbúi á Suðausturlandi fyrir ofbeldi og hótanir í garð eftirlitsmanna. Bóndinn lagði hendur á starfsmann og spurði annan hvort hann ætti að skjóta hann þegar gerðar voru athugasemdir við velferð fjárins. 18.6.2025 14:54
Færðu barn heiladauðrar konu í heiminn Læknar á sjúkrahúsi í Georgíu í Bandaríkjunum færðu barn heiladauðrar konu sem hefur verið haldið í öndunarvél frá því febrúar í heiminn með keisaraskurði fyrir helgi. Sjúkrahúsið hafði sagt fjölskyldu konunnar að læknar mættu ekki taka hana úr öndunarvél vegna strangra laga um þungunarrof í ríkinu. 18.6.2025 13:54
Rekja rafmagnsleysið á Íberíuskaga til mistaka orkufyrirtækja Rafmagnsleysið sem lamaði Íberíuskaga í apríl má rekja til mistaka sem gerðu það að verkum að flutningskerfið réði ekki við skyndilegan spennuhnykk. Í opinberri skýrslu stjórnvalda er útilokað að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu. 18.6.2025 12:44
Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Ástralski tónlistamaðurinn Nick Cave hefur upplýst að hann hafi hafnað því að vinna með breska söngvaranum Morrissey að lagi sem Cave lýsir sem „langloku“ gegn „vók“. Lag Morrissey hafi verið óþarflega ögrandi og „svolítið kjánalegt“. 18.6.2025 10:39
Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot Stjórnendur sænsks sorphirðufyrirtækis hlutu þunga fangelsisdóma fyrir að urða eitraðan úrgangs á nokkrum stöðum í Svíþjóð, þar á meðal fyrrverandi forstjóri sem kallaði sig „sorpdrottninguna“. Málinu hefur verið lýst sem mesta umhverfishneyksli í samtímasögu Svíþjóðar. 18.6.2025 09:10
Engar framfarir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika. 16.6.2025 14:59
Þeim sem skaut þingmenn lýst sem kristilegum íhaldsmanni Karlmaður á sextugsaldri sem skaut ríkisþingkonu og eiginmann hennar til bana og særði tvennt til viðbótar í Minnesota í Bandaríkjunum er lýst sem sannkristnum og hægrisinnuðum íhaldsmanni. Hann er meðal annars sagður hafa sótt kosningafundi sitjandi Bandaríkjaforseta. 16.6.2025 13:52