Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Ákvörðun loftslagsráðherra um að halda áfram að nýta sveigjanleika í losunarbókhaldi Íslands byggðist á því mati að landið standist að óbreyttu ekki skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Ríkisjóður hefur þegar afsalað sér hátt í tíu milljörðum króna með því að nýta sér sveigjanleikann. 30.1.2025 07:03
Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Tilkynnt hefur verið um þrjátíu sprengingar í Svíþjóð frá áramótum, flestar þeirra í sunnanverðum Stokkhólmi. Sænska lögreglan segir skýr tengsl á milli sprenginganna og glæpasamtaka sem beiti ofbeldi til þess að kúga fé út úr fólki. 29.1.2025 11:30
Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. 29.1.2025 10:48
Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29.1.2025 09:30
Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Bæjarstjóri Ölfuss segir að hugmynd um kolefnisförgunarstöð Carbfix í sveitarfélaginu verði metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Enginr vankantar hafi komið upp varðandi starfsemi Carbfix á Hellisheiði síðasta áratuginn. 28.1.2025 13:24
„Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að hann hafi uppfyllt skilyrði laga til þess að fá fjárstyrk frá ríkinu þrátt fyrir að hann hafi ekki verið skráður sem stjórnmálasamtök þegar styrkur var greiddur út árið 2022. Flokkurinn þáði þá 167 milljónir króna úr ríkissjóði. 28.1.2025 10:17
Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Formaður Framsóknarflokksins kallar eftir því að ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka verði rannsakaðir í kjölfar umfjöllunar um að nokkrir flokkar hafi fengið slíka styrki án þess að uppfylla skilyrði laga. Hann vill að flokkar sem hafa fengið þannig greitt verði látnir endurgreiða styrkina. 28.1.2025 08:42
Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að uppákoma í kjölfar sérsveitaraðgerðar á Bakkafirði í haust hafi verið kornið sem fyllti mælinn sem leiddi til þess að nú sé lagt til að leigusamningi við ferðaþjónustufyrirtæki þar verði sagt upp. Eigandi þess gagnrýndi neikvæðni og afskiptasemi íbúa eftir aðgerðina. 28.1.2025 07:02
Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Kjörstjórn í Hvíta-Rússlandi lýsti Alexander Lúkasjenka forseta sigurvegara forsetakosninga sem fóru fram í landinu í gær. Lúkasjenka fékk 86,8 prósent atkvæða í kosningunum sem vestræn ríki segja að hafi ekki verið frjálsar. 27.1.2025 10:38
Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Isavia svipti stærsta flugþjónustufyrirtæki einkaþotna starfsleyfi á bæði Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli vegna öryggisástæðna í síðustu viku. Eigandi fyrirtækisins segir að sviptingin hafi verið kærð til Samgöngustofu en Isavia vill ekki svara hvers vegna rekstrarleyfið var tekið af því. 24.1.2025 07:02