Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Garða­bær segir upp rúm­lega þriðjungi skóla­liða

Tólf skólaliðum af 34 sem hafa starfað hjá grunnskólum Garðabæjar var sagt upp í dag. Uppsagnirnar eru afleiðing samnings sem Garðabær gerði við ræstingafyrirtækið Daga um ræstingar fyrir flestar stofnanir bæjarfélagsins.

Ætlar að skipa repúblikana í ráðu­neyti sitt

Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta.

Segir Marr hafa stöðvað endur­komu The Smit­hs

Morrisey, söngvari bresku rokksveitarinnar The Smiths, fullyrðir að Johnny Marr, fyrrverandi hljómsveitarfélagi sinn, hafi hunsað tilboð um að bandið kæmi aftur saman á tónleikaferðalagi um heiminn. Grunnt hefur verið á því góða hjá Morrisey og Marr í gegnum tíðina.

Sér­sveit kölluð til að­stoðar í Safa­mýri

Liðsmenn sérsveitar ríkislögreglustjóra voru kallaðir til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Safamýri nú í kvöld. Sjónarvottur segir að þar hafi maður ráðist að öðrum með hníf eftir orðaskipti.

Full­trúar Trump hrintu starfs­manni her­manna­graf­reits

Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði.

„Ég horfði á stykkið og sólina baka það“

Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið.

Vikið úr stjórn fjalla­leið­sögu­manna eftir slysið

Öðrum eiganda fyrirtækisins sem var með hópinn sem lenti í mannskæðu slysi á Breiðamerkurjökli var vikið úr stjórn Félags fjallaleiðsögumanna daginn eftir slysið. Honum var einnig vikið frá störfum sem leiðbeinandi hjá félaginu.

Á­rásar­maður Ingunnar iðrast einskis

Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram.

Sjá meira