Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hraunfoss streymir í Meradali eftir að gosvirkni breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um goslok. Við fjöllum um stöðu mála við Fagradalsfjall í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter

Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna.

Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið

Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu.

Íslendingar liggja á línunni til Egilsstaða

Síminn hjá Hótel Eddu á Egilsstöðum hefur verið róðglóandi í veðurblíðunni síðustu daga, að sögn hótelstjóra. Hann segir að nær fullt sé á hótelinu nú um helgina og að bókanir í sumar séu orðnar á pari við það sem var fyrir heimsfaraldur.

Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni

Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Hafa fundið níu lík á slysstað

Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt.

„Opið hús og allir velkomnir“ í Janssen í dag

Bólusett verður með bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll klukkan 10 til 13 í dag. Um er að ræða opinn bólusetningardag - „opið hús og allir velkomnir,“ segir á vef heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Illa hefur gengið að ráða fólk í gistiþjónustu þrátt fyrir snarpa fjölgun ferðamanna. Vonir standa til að hægt verði að anna eftirspurn sem fyrst. Við ræðum við forstjóra Vinnumálastofnunar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Elsa stefnir til Bandaríkjanna

Hitabeltisstormurinn Elsa, sem skilið hefur eftir sig slóð eyðileggingar í Karíbahafsríkjum undanfarna dag, stefnir nú norður til Bandaríkjanna.

Sjá meira