Leita á Hornströndum vegna mögulegra ummerkja um ísbjörn Leit stendur nú yfir á Hornströndum eftir að gönguhópur tilkynnti lögreglu á Vestfjörðum um ummerki eftir mögulegan ísbjörn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Vestfjörðum á öðrum tímanum í nótt. 23.6.2021 02:26
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Aldrei hafa fleiri konur verið í forystu í Sjálfstæðislokknum og nú. Þær leiða í helmingi kjördæma eftir sigur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi í gær. Við ræðum við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. 20.6.2021 18:18
Astra-dagur verður líklega að Janssen-degi Fyrirhugaðri bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á fimmtudag verður líklega frestað fram í vikuna á eftir, þar sem útlit er fyrir að efnið berist ekki til landsins í tæka tíð. Stefnt er að því að bólusetja í það minnsta tuttugu þúsund með bóluefnum Janssen og Pfizer á þriðjudag og miðvikudag – og mögulega verður bætt við Janssen-degi á fimmtudag. 20.6.2021 14:27
Slasaði svifvængjamaðurinn fluttur á brott með þyrlu Allar björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag vegna slasaðs svifvængjamanns á Búrfelli í Þjórsárdal. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang á þriðja tímanum og hlúðu að konunni, sem flutt var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Fossvogi. 20.6.2021 14:19
Telur sig heppna að vera á lífi eftir að hafa misst aleiguna í eldsvoða Íslensk kona búsett í New York segist heppin að vera á lífi eftir að hún missti aleiguna í eldsvoða aðfaranótt sautjánda júní. 19.6.2021 18:59
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Prófessor í ónæmisfræði gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hætta að skima bólusetta á landamærum. Enn sé hætta sé á öðrum faraldri. 19.6.2021 18:21
Ferðamennirnir miður sín og í farsóttarhúsi Ferðamenn sem greindust með Delta-afbrigði kórónuveirunnar í vikunni eru miður sín, að sögn yfirlæknis. Þá beri að hafa í huga fyrir veisluhöld helgarinnar að stór hluti yngri aldurshópa sé aðeins hálfvarinn. 18.6.2021 18:41
„Menn eru búnir að reyna þetta mjög lengi“ Líkan Íslenskrar erfðagreiningar, sem spáir fyrir um það hversu langt fólk á eftir ólifað, er nákvæmara en öll önnur sambærileg líkön, að sögn forstjóra. Líkanið hafi þó talsvert meira forspárgildi hjá þeim eldri en yngri. 18.6.2021 18:35
Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18.6.2021 12:05
Svíunum þótti bólusetningarfyrirkomulag Íslendinga stórmerkilegt Fjöldabólusetning Íslendinga hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Erlendir sérfræðingar gerðu sér ferð til landsins á dögunum, gagngert til að skoða fyrirkomulagið. 16.6.2021 18:46