Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. 16.6.2021 17:48
Erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu Allir sextán ára og eldri hafa nú verið boðaðir í bólusetningu á Suðurnesjum og Vestfjörðum. Á Suðurnesjum hefur gengið hvað erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu og á Vestfjörðum hefur borið á því að fólk geri upp á milli bóluefna. 16.6.2021 12:06
Ekki „skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi“ Forseti ASÍ telur að fara þurfi varlega í að bera saman kaupmátt nú og í fyrra þegar aðstæður eru allt aðrar. Samtökin muni áfram sækja kjarabætur í formi launahækkana fyrir félagsmenn þótt Samtök atvinnulífsins telji launahækkanir algjörlega óraunhæfar. 11.6.2021 21:01
Ósátt við viðbrögð borgarinnar eftir ítrekaðar kvartanir og milljónarskemmdarverk Íbúar í miðbæ Reykjavíkur sem hafa ítrekað kvartað undan lélegum aðbúnaði í bílastæðahúsi og kenna aðgerðaleysi borgarinnar um milljónarskemmdarverk sem var unnið á bíl þeirra. 11.6.2021 19:35
Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11.6.2021 11:37
Óttast launaskerðingu með aukinni arðvæðingu Forseti ASÍ hefur áhyggjur af því að aukin arðvæðing í öldrunarþjónustu hér á landi leiði til kjaraskerðingar starfsfólks. Dæmi frá Norðurlöndum ættu að vera Íslendingum víti til varnaðar. 10.6.2021 20:00
Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7.6.2021 21:00
Hægt að spá fyrir um hvenær maður deyr með blóðprufu Hægt er að spá fyrir um það með talsverðri nákvæmni hvað fólk á langt eftir ólifað með því að skoða prótein í blóði, samkvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar gætu til dæmis nýst til lyfjaþróunar. 7.6.2021 20:01
Efast um getu landlæknis Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við getu landlæknisembættisins til að sinna eftirliti með réttindum sjúklinga. Samtökin kalla eftir óháðri úttekt á starfsemi allra deilda á geðsviði Landspítala. 7.6.2021 12:00
„Erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringin á slæmu gengi Sigríðar Prófessor í stjórnmálafræði telur „erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringu á slæmu gengi Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 6.6.2021 19:30