Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Flugfélögin sem boða komu sína í sumar

Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi.

„Eftirtektarverð“ fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins

Stjórnmálafræðingur segir eftirtektarvert hversu miklu fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig frá því í byrjun mánaðar. Flokkurinn mældist síðast með sambærilegt fylgi við upphaf kórónuveirufaraldursins í fyrra. Þá virðist Sósíalistaflokkurinn kominn til að vera.

Um­ræðan undan­farin ár vegið þyngst í við­horfs­breytingunni

Afbrotafræðingur telur aukna umræðu og upplýsingaflæði síðustu ár vega þyngtst í breyttu viðhorfi almennings til afglæpavæðingar neysluskammta fíkniefna. Ríkislögreglustjóri og Læknafélag Íslands eru á meðal þeirra sem leggjast gegn nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu.

Síðasta degi aðal­með­ferðar frestað

Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku.

Telja skyn­sam­legra að bólu­setja yngri fyrst eða beita slembi­úr­taki

Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir.

Frétti af upp­sögninni í gegnum skjá­skot frá sam­starfs­manni

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Vegagerðina til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum samtals 11,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar þeirra árið 2019. Þeir sögðust báðir hafa frétt af uppsögnunum í gegnum samstarfsfólk sitt en kröfðu Vegagerðina um tíu sinnum hærri bætur en þeim var að lokum úthlutað.

Sér­þjálfa lög­reglu­fólk til að rann­saka staf­rænt ofbeldi

Viðamiklar aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum voru kynntar í dag á fundi hjá ríkislögreglustjóra. Á meðal þess sem ráðist verður í er að sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafræn brot og bæta aðstoð við þolendur stafræns ofbeldis.

Sjá meira