Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30.4.2021 20:31
„Eftirtektarverð“ fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins Stjórnmálafræðingur segir eftirtektarvert hversu miklu fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig frá því í byrjun mánaðar. Flokkurinn mældist síðast með sambærilegt fylgi við upphaf kórónuveirufaraldursins í fyrra. Þá virðist Sósíalistaflokkurinn kominn til að vera. 30.4.2021 19:30
Umræðan undanfarin ár vegið þyngst í viðhorfsbreytingunni Afbrotafræðingur telur aukna umræðu og upplýsingaflæði síðustu ár vega þyngtst í breyttu viðhorfi almennings til afglæpavæðingar neysluskammta fíkniefna. Ríkislögreglustjóri og Læknafélag Íslands eru á meðal þeirra sem leggjast gegn nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu. 30.4.2021 13:36
Síðasta degi aðalmeðferðar frestað Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku. 30.4.2021 10:35
Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29.4.2021 17:36
Frétti af uppsögninni í gegnum skjáskot frá samstarfsmanni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Vegagerðina til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum samtals 11,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar þeirra árið 2019. Þeir sögðust báðir hafa frétt af uppsögnunum í gegnum samstarfsfólk sitt en kröfðu Vegagerðina um tíu sinnum hærri bætur en þeim var að lokum úthlutað. 29.4.2021 13:57
Snarpur skjálfti á Hengilssvæðinu fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti að stærð 3,8 varð á Hengilssvæðinu, um 2,6 kílómetra suðaustur af Eiturhól við Nesjavallaveg, klukkan 11:38. Jarðskjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar. 29.4.2021 12:07
Sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafrænt ofbeldi Viðamiklar aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum voru kynntar í dag á fundi hjá ríkislögreglustjóra. Á meðal þess sem ráðist verður í er að sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafræn brot og bæta aðstoð við þolendur stafræns ofbeldis. 28.4.2021 16:34
Freydís, Jón og Snæbjörn hlutu barnabókaverðlaun Reykjavíkur Freydís Kristjánsdóttir, Jón St. Kristjánsson og Snæbjörn Arngrímsson hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021 fyrir bækurnar Sundkýrin Sæunn, Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 3 og Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf. 28.4.2021 16:20
Fjögurra ára drengur lést af slysförum Fjögurra ára drengur lést á Landspítala í fyrradag eftir að aðskotahlutur festist í hálsi hans á miðvikudag í síðustu viku. 28.4.2021 15:34