Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Gjör­breyttur eftir á­fallið á spítalanum

Marek Moszczynski, pólskur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar, taldi sig vera með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Geðlæknar telja líklegt að áfallið við þær fréttir hafi komið andlegum veikindum hans af stað.

Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð

Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í.

Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir

Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir.

Íslenska parið neitar því að hafa kveikt í húsinu

Íslenskt par sem bjó á fyrstu hæð hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til grunna síðasta sumar, neitar því að hafa átt þátt í íkveikjunni. Þau voru bæði heima þegar eldurinn kviknaði og lýsa skelfilegri atburðarás síðdegis 25. júní 2020.

Sjónum beint að íslensku pari

Vinnuveitandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hitti Marek tveimur klukkustundum fyrir íkveikjuna. Marek hafi þá verið í miklu andlegu ójafnvægi, sem þykir afar ólíkt honum.

Kom inn ganginn í ljósum logum

Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans.

„Hvað get ég sagt? Ég er saklaus“

Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði í fyrri skýrslur sem teknar voru af honum hjá lögreglu og ítrekaði að hann væri saklaus.

Með mikla á­verka eftir hand­töku í Hafnar­firði

Niðurstaða héraðssaksóknara í máli lögreglumanns, sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku, verður kærð til ríkissaksóknara. Gögn málsins sýna mikla áverka á hinum handtekna. Lögmanni hans blöskrar niðurstaða héraðssaksóknara.

Sjá meira