Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Von er á stórum skömmtum af bóluefni AstraZeneca og Janssen í dreifingu og notkun á Íslandi í næstu viku. Gert er ráð fyrir að stærri sendingar flýti bólusetningardagatalinu um tvær til þrjár vikur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 21.4.2021 18:00
Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 20.4.2021 23:08
Með amfetamínbasa og stera í lítratali í bílskúrnum Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrr í mánuðinum karlmann, Eimantas Strole, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 20.4.2021 22:57
Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20.4.2021 20:21
Nemendurnir tveir reyndust ekki smitaðir Tveir nemendur í 2. og 4. bekk í Vallaskóla á Selfossi, sem grunur lék á að væru smitaðir af kórónuveirunni, reyndust ekki smitaðir. Úrvinnslusóttkví í árgöngunum tveimur hefur því verið aflétt og skólahald hefst með eðlilegum hætti á morgun. 20.4.2021 20:06
Telur verulega vankanta á boðuðum reglum eftir „ruglingslega“ kynningu Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir á Landspítala telur ýmsa vankanta á boðuðum landamæraaðgerðum stjórnvalda, sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag. Nýju reglurnar hafi verið afar óskýrar, auk þess sem hann setur spurningamerki við hina háu nýgengistölu sem miðað er við til að skylda ferðamenn á sóttkvíarhótel. 20.4.2021 19:39
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá megininntaki þess sem kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu nú síðdegis varðandi ráðstafanir á landamærunum. Við munum ræða við alla þá ráðherra sem að breytingunum koma og gera þeim skil með myndrænum hætti. 20.4.2021 18:02
Í „hálfgerðri spennutreyju“ vegna styttingar vinnuvikunnar Framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu segir að sjaldan hafi verið uppi alvarlegri staða á hjúkrunarheimilum landsins og nú. 18.4.2021 21:00
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kórónuveirusmit á leikskólanum Jörfa má rekja til sóttkvíarbrots á landamærum um mánaðamótin. Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær. Við förum ítarlega yfir stöðuna á kórónuveirufaraldrinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavörnum. 18.4.2021 18:03
Annar starfsmaður smitaðist á undan og veiran fengið að „malla“ Talið er að starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Reykjavík sem greindist fyrst smitaður af kórónuveirunni á föstudag hafi smitast af öðrum starfsmanni leikskólans. Sá hafi einnig mætt með einkenni til vinnu í síðustu viku og veiran því fengið að „malla“ einhvern tíma inni á leikskólanum. 18.4.2021 16:41