Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Tveir íslenskir hestar felldir vegna skæðrar veiru

Skæð herpesveira sem herjað hefur á hesta í Evrópu hefur greinst í íslenskum hestum á að minnsta kosti fjórum búgörðum í Þýskalandi. Þurft hefur að fella tvo íslenska hesta vegna sjúkdómsins sem veiran veldur, að því er fram kemur í tilkynningu Landssamtaka íslenska hestsins í Þýskalandi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að um bakslag sé að ræða. Ekki séu öll kurl komin til grafar og býst hann við að þeim fjölgi sem þurfa í sóttkví. Við ræðum við Víði og stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýtt gosop opnaðist við Fagradalsfjall í dag, sem gæti breytt hraunflæði. Sérfræðingar urðu í fyrsta sinn varir við opið áður en það myndaðist. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Nýtt gosop opnaðist í gígjaðrinum

Nýtt gosop opnaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á þriðja tímanum í dag. Opið er lítið og opnaðist á milli gíganna sem fyrir eru, á skilgreindu hættusvæði. 

Tugir þurfa í sóttkví vegna smitanna í gær

Tugir þurfa að fara í sóttkví í tengslum við þau tvö smit covid-19 sem greindust innanlands í gær. Víðir Reynisson minnir á mikilvægi þess að fólk fari í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum og hvetur atvinnurekendur til að vera duglega til að miðla upplýsingum til erlends starfsfólks um hve auðvelt sé að komast að í sýnatöku.

Vonar að hann verði á svörtum lista kín­verskra stjórn­valda til fram­búðar

Lögmaðurinn Jónas Haraldsson segir líklegustu skýringuna á því að hann sé kominn á svartan lista í Kína vera skrif sín í Morgunblaðið. Hann hafi skrifað um ýmis málefni tengd Kína undanfarin sex ár en segist aðallega hissa á því að þeir hafi nennt að standa í þessu, eins og hann orðar það sjálfur.

Sjá meira