Nýtt gosop opnaðist í gígjaðrinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2021 15:52 Nýja opið er í jaðri eins gígsins sem fyrir er á svæðinu. Aðsend Nýtt gosop opnaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á þriðja tímanum í dag. Opið er lítið og opnaðist á milli gíganna sem fyrir eru, á skilgreindu hættusvæði. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að þetta sé ósköp eðlileg þróun mála. Hann telji líklegast um að ræða lengingu á gosopi til suðurs en nýja opið opnaðist í jaðri nyrðri gígsins sem opnaðist 13. apríl, að sögn Þorvaldar. „Þetta eru litlar breytingar, frekar tíðindalitlar hvað gosið varðar þannig séð og framgang gossins. Það mun halda áfram, þetta er ekki merki um að stórfelldar breytingar séu í gangi,“ segir Þorvaldur. Nýja opið sést hægra megin í jaðri gígsins lengst til vinstri á vefmyndavél RÚV hér fyrir neðan. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að Veðurstofan hafi orðið vör við óróa á svæðinu um klukkan hálf tvö. Björgunarsveitir hafi farið á svæðið að kanna málið og almannavarnir svo staðfest við Veðurstofuna að lítill gígur hefði opnast á þriðja tímanum. Sérfræðingum Veðurstofunnar hefur ekki tekist að staðsetja gígopið nákvæmlega en Bjarki segir að hann sé mjög lítill og á milli þeirra gíga sem fyrir eru á svæðinu; í línu við gígana í Geldingadölum og nyrsta gíginn við Meradali. „RÚV-myndavélin er í gangi en það gengur á með éljum svo það er frekar erfitt að átta sig á þessu en maður sér smá bjarma,“ segir Bjarki. Ekki verður hægt að segja til um það fyrr en næst verður flogið yfir svæðið hvort hraunflæði hafi aukist. „Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum óróann og getum sagt að kannski sé eitthvað að fara að gerast og svo gerist það.“ Fyrstu upplýsingar sem fréttin byggði á bentu til þess að ný sprunga hefði opnast. Betur fer á því að segja að um nýtt gosop sé að ræða. Það hefur verið leiðrétt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að þetta sé ósköp eðlileg þróun mála. Hann telji líklegast um að ræða lengingu á gosopi til suðurs en nýja opið opnaðist í jaðri nyrðri gígsins sem opnaðist 13. apríl, að sögn Þorvaldar. „Þetta eru litlar breytingar, frekar tíðindalitlar hvað gosið varðar þannig séð og framgang gossins. Það mun halda áfram, þetta er ekki merki um að stórfelldar breytingar séu í gangi,“ segir Þorvaldur. Nýja opið sést hægra megin í jaðri gígsins lengst til vinstri á vefmyndavél RÚV hér fyrir neðan. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að Veðurstofan hafi orðið vör við óróa á svæðinu um klukkan hálf tvö. Björgunarsveitir hafi farið á svæðið að kanna málið og almannavarnir svo staðfest við Veðurstofuna að lítill gígur hefði opnast á þriðja tímanum. Sérfræðingum Veðurstofunnar hefur ekki tekist að staðsetja gígopið nákvæmlega en Bjarki segir að hann sé mjög lítill og á milli þeirra gíga sem fyrir eru á svæðinu; í línu við gígana í Geldingadölum og nyrsta gíginn við Meradali. „RÚV-myndavélin er í gangi en það gengur á með éljum svo það er frekar erfitt að átta sig á þessu en maður sér smá bjarma,“ segir Bjarki. Ekki verður hægt að segja til um það fyrr en næst verður flogið yfir svæðið hvort hraunflæði hafi aukist. „Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum óróann og getum sagt að kannski sé eitthvað að fara að gerast og svo gerist það.“ Fyrstu upplýsingar sem fréttin byggði á bentu til þess að ný sprunga hefði opnast. Betur fer á því að segja að um nýtt gosop sé að ræða. Það hefur verið leiðrétt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira