Arrested Development-stjarnan Jessica Walter er látin Bandaríska leikkonan Jessica Walter, sem í seinni tíð er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Arrested Development, lést í gær. Walter var áttræð og átti að baki feril sem spannaði fimm áratugir. 25.3.2021 19:52
Nýjum Schengen-reglum á landamærum frestað fram yfir páska Gildistöku reglugerðar um för yfir landamæri sem taka átti gildi á morgun, 26. mars, hefur verið frestað til 6. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. 25.3.2021 19:13
Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25.3.2021 18:56
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur breiðst hratt út hér á landi en rúmlega þrjátíu hafa greinst með það á fáeinum dögum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 25.3.2021 18:08
Tvöfalda leyfðan hámarksfjölda viðskiptavina Matvöru- og lyfjaverslunum verður heimilt að taka á móti að hámarki hundrað viðskiptavinum að uppfylltum öllum skilyrðum í stað fimmtíu áður. Óbreyttar reglur gilda í öðrum verslunum. 25.3.2021 17:51
Bein útsending: Fyrsti blaðamannafundur Joe Biden í embætti Joe Biden forseti Bandaríkjanna heldur sinn fyrsta blaðamannafund nú síðdegis síðan hann tók við embætti forseta. Beina útsendingu af fundinum má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. 25.3.2021 17:28
Tímasetningin „eins slæm og hugsast getur“ Skólastjóri Laugalækjarskóla segir að skimunarsóttkví sem allir nemendur skólans hafa verið sendir í á morgun, 24. mars, gæti varla hafa komið á verri tíma. Árshátíð 8.-10. bekkja skólans, hápunktur ársins, átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins. 24.3.2021 00:13
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23.3.2021 22:43
Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. 23.3.2021 22:02
Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23.3.2021 20:51