Í tilkynningu segir að reglunum sé frestað svo hægt sé að rýna framkvæmd á móttöku vottorða, tryggja að hún gangi snurðulaust fyrir sig og verði í samræmi við ítrustu varúðarráðstafanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi sent tillögur um frekari leiðbeiningar um viðurkenningu vottorða og þær séu nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu.
Reglugerðin, sem kynnt var í síðustu viku og átti að taka gildi á morgun, kveður á um takmarkanir ónauðsynlegra ferðalaga yfir landamæri vegna kórónuveirufaraldursins.
Helsta breytingin snýr að því að farþegar utan Schengen-svæðisins, sem geta framvísað gildum vottorðum um bólusetningu eða mótefni, verði undanþegnir reglum um sóttkví. Sú regla hefur hingað til einungis gilt innan Schengen-svæðisins.
Fréttin hefur verið uppfærð.