Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Þakkar Íslendingum fyrir ó­metan­legan stuðning eftir and­lát unnustans

Unnusta ástralsks ferðamanns, sem lést á Húsavík í mars í fyrra eftir að hafa smitast af Covid-19, færir Íslendingum kærar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning meðan á dvöl hennar stóð. Hún segist jafnframt staðráðin í því að snúa aftur til Íslands og klára fríið sem unnusta hennar auðnaðist ekki að ljúka.

Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir

Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið.

Allt að 18 m/s og rigning eða slydda

Búast má við vaxandi suðaustanátt í dag, 10-18 m/s eftir hádegi og rigningu eða slyddu um landið sunnan- og vestanvert. Norðaustantil á landinu verður hægari vindur og úrkomulítið fram á kvöld.

Það var enginn með henni í liði

Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál.

Jón Steinar segir sig frá verkefninu

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið.  Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins.

Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi

Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær.

Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa

Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca.

Sjá meira