Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11.3.2021 15:37
Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11.3.2021 14:47
Fengu ekki lotuna sem tengd er mögulegri aukaverkun Landspítali hefur frestað bólusetningu starfsfólks með bóluefni AstraZeneca sem fara átti fram í dag eftir að notkun þess á landinu var stöðvuð tímabundið í morgun. Þá tekur spítalinn fram að hann hafi ekki fengið úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun. 11.3.2021 12:19
Mun ekki leggja til harðari aðgerðir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi eins og staðan er núna. Hann muni þó ekki leggja til neinar tilslakanir á næstunni. 11.3.2021 11:54
Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11.3.2021 11:13
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu. Enginn greindist með veiruna á landamærum. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 11.3.2021 10:42
Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. 11.3.2021 10:21
Stór skjálfti vestan af Grindavík Jarðskjálfti að stærðinni 4,6 varð við Eldvörp um tvo kílómetra suður af Sandfellshæð á Reykjanesskaga klukkan 8:53. 11.3.2021 09:20
Úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar. 10.3.2021 16:24
Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að gangast í ábyrgð fyrir vangreiddar launagreiðslur til fjögurra félagsmanna Eflingar sem störfuðu hjá fyrirtækinu Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Upphæðirnar nema 120-195 þúsund krónum handa hverjum félagsmanni fyrir sig og hafa greiðslurnar þegar verið lagðar inn á reikninga þeirra. 10.3.2021 15:31