Þrjár bílveltur á Reykjanesbraut Þrjár bílveltur hafa orðið á Reykjanesbraut það sem af er morgni. Engin slys urðu á fólki, að sögn varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja, en leiðindafærð er á svæðinu. 10.3.2021 11:47
Þorsteinn Már kærir Jóhannes vegna „fullyrðinga um tilraun til manndráps“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur lagt fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hendur Jóhannesi Stefánssyni uppljóstrara fyrir „rangar sakargiftir vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsissviptingar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja nú síðdegis. 9.3.2021 16:48
Barnið útskrifað af gjörgæslu og braggast vel Drengur á þriðja ári, sem varð fyrir mannlausum bíl í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sunnudag, er útskrifaður af gjörgæsludeild og líðan hans góð eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá foreldrum hans. 9.3.2021 15:50
Upptökur sýna hvað gerðist í Sundhöllinni Upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöll Reykjavíkur sýna hvað gerðist í aðdraganda andláts ungs manns, sem fannst látinn á botni laugarinnar 21. janúar síðastliðinn. Þá staðfesta upptökurnar að maðurinn lá á botninum í rúmar sex mínútur, að sögn lögreglu. 9.3.2021 14:39
Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9.3.2021 12:29
Ákvörðun um áfrýjun „auðvitað ekki léttvæg“ Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir það ekki hafa verið léttvæga ákvörðun að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Hún hafi leitað til sérfræðinga við ákvörðunina og farið vel yfir málið. 9.3.2021 10:46
Vill að fólk borgi fyrir dvölina að fullu ef það getur Forstjóri Grundarheimilanna segir íslenska ríkið ekki geta staðið undir rekstri hjúkrunarheimila um ókomna tíð. Taka eigi fyrirkomulag sem viðhaft er víða á Norðurlöndum til fyrirmyndar, þar sem greiðsluþátttaka sjúklinganna sjálfra er meiri en hér á landi. 7.3.2021 23:05
Látin laus eftir fimm ára afplánun Nazanin Zaghari Ratcliffe, bresk-írönsk kona sem dæmd var í fimm ára fangelsi fyrir njósnir í Íran í september árið 2016, var látin laus úr stofufangelsi í dag. Nýtt mál á hendur henni gæti þó farið fyrir dóm í Íran í næstu viku og því óljóst um framtíð hennar. 7.3.2021 23:00
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hópsmit breska afbrigðis kórónuveirunnar gæti verið í uppsiglingu hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Tugir eru í sóttkví eftir að tvö innanlandssmit greindust um helgina og deild á Landspítala lokað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7.3.2021 18:12
Svona var 167. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar klukkan fimm í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ræddu stöðu kórónuveirufaraldursins eftir að virkt smit kom upp á Landspítala. Alls hafa tveir greinst utan sóttkvíar á síðustu dögum. 7.3.2021 15:52