Gengið út frá því að smit á Landspítala sé breska afbrigðið Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar eru í sóttkví eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 Landspítalans í Fossvogi greindist með covid-19 í gær. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans í samtali við Vísi. Málið er litið alvarlegum augum. 7.3.2021 15:36
Starfsmaður Landspítala með Covid og deild lokað Starfsmaður Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær. Hópur starfsmanna og sjúklinga var sendur í sýnatöku vegna þessa. Deild þar sem smitið kom upp hefur verið lokað. 7.3.2021 14:00
Svona hljómaði stóri skjálftinn í Grindavík í nótt Stór jarðskjálfti reið yfir við Fagradalsfjall um klukkan tvö í nótt. Skjálftinn mældist 5 að stærð, sá stærsti í nokkra daga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, einkum í Grindavík, og varði í nokkrar sekúndur, ef marka má meðfylgjandi hljóðupptöku af skjálftanum. 7.3.2021 13:06
Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7.3.2021 12:39
Sjáðu MAX-inn fljúga í fyrsta sinn eftir tveggja ára kyrrsetningu Boeing 737 Max-flugvél Icelandair var flogið í fyrsta sinn í dag eftir tveggja ára kyrrsetningu. Vélinni var lent í Reykjavík klukkan tíu í morgun. 6.3.2021 21:00
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó að skjálftarnir séu minni en áður. Tæplega 2000 skjálftar hafa mælst í dag, þar af þrettán yfir þremur og yfirleitt nokkrir saman í hviðum. 6.3.2021 18:01
Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil. 6.3.2021 16:03
„Ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af“ Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir þessa ákvörðun endurspegla góða stöðu á faraldrinum innanlands og tími hafi verið kominn til að gefa tölfræðiteyminu helgarfrí. Enn greinist fólk þó smitað á landamærum og þá hefur hingað til þurft að vísa sjö einstaklingum úr landi, sem ekki gátu framvísað tilskildum Covid-prófum eða öðrum pappírum. 6.3.2021 15:31
Sjö bíla árekstur á Reykjanesbraut Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut við Dalveg nú á fjórða tímanum í dag. 6.3.2021 15:19
Þrír yfir þremur rétt fyrir hádegi Níu skjálftar stærri en 3 að stærð hafa mælst við Fagradalsfjall síðan á miðnætti, þar af þrír skjálftar um 3 skömmu fyrir hádegi. 6.3.2021 13:27
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent