Hópurinn segir „talsverðar breytingar“ hafa orðið á eldsuppkomunæmi frá því í gær en öll svæðin sjö séu fjarri íbúabyggð. Þá eru enn mestar líkur á að eldur komi upp á Fagradalssvæðinu.
„Ný svæði nú eru Trölladyngja-Djúpavatn austan við Fagradalssvæðið. Vestan við Fagradalssvæðið koma nú fram svæði við Þorbjörn, Sýlingafell og Stóraskógfell,“ segir í færslu hópsins á Facebook.
2021030 12:00 Sæl öll, breytingar á eldsuppkomunæmi frá því gær eru töluverðar. Nú eru svæðin sem mögulega gýs á orðin...
Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Sunnudagur, 7. mars 2021
Mikil jarðskjálftavirkni var á Reykjanesskaga í nótt. Stærsti jarðskjálftinn var 5 að stærð, sá stærsti í nokkra daga. Skjálftarnir eru ekki sagðir merki um gosóróa, samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum Veðurstofunnar.