Sá sem greindist í gær reyndist með mótefni Íslendingur sem greindist með kórónuveiruna innanlands í gær reyndist með mótefni, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Því var um gamalt smit að ræða. 1.3.2021 15:43
Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. 1.3.2021 15:28
Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1.3.2021 14:29
Fékk skyldmenni í heimsókn í sóttkvíarbústað Einstaklingur sem var í skimunarsóttkví í sumarbústað í umdæmi lögreglu á Suðurlandi fékk ættingja í heimsókn til sín í sóttkvína, að því er fram kemur í vikuyfirliti lögreglu á Suðurlandi sem birt var í dag. 1.3.2021 13:42
Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni. 1.3.2021 12:49
Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1.3.2021 12:04
Sýknaður af ákæru um þvingaða kossa þrátt fyrir afsökunarbeiðni og „sjálfu“ á heimleið Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa þvingað unga konu til að kyssa sig á leið heim úr miðbænum í júní 2019 var sýknaður af öllum kröfum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn sendi konunni, sem er fimmtán árum yngri en hann, skilaboð daginn eftir þar sem hann baðst afsökunar á „gærdeginum“, auk þess sem hann tók af þeim svokallaðar „sjálfur“ á leiðinni, þar sem dómurinn mat hann í „ráðandi“ stöðu. 25.2.2021 19:37
Áttar sig ekki á því af hverju fólk afþakkar AstraZeneca Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir öll bóluefni við Covid-19 sem komið hafa fram jafngóð. Enginn marktækur munur sé á þeim með tilliti til aukaverkana. Hann segist ekki átta sig á því af hverju fólk hafi hafnað bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. 25.2.2021 18:44
Vill óháða skýrslu um flutning krabbameinsskimunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram beiðni um að heilbrigðisráðherra vinni skýrslu fyrir Alþingi um forsendur og áhrif breytinga á skimun fyrir krabbameinum í leghálsi. Skýrslan verði unnin af óháðum aðila. 25.2.2021 18:07
Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur. 25.2.2021 16:50
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur