„Það er búið að afhenda gripinn“ Kona, sem stefndi Pennanum ehf. til að fá afhentan milljón króna hægindastól sem hún greiddi nær alfarið með inneignarnótum og gjafabréfi, fékk stólinn fyrir jól. 4.1.2021 11:00
Katla Hrund nýr aðstoðarframkvæmdastjóri H:N markaðssamskipta Katla Hrund Karlsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta. 4.1.2021 10:39
„Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn“ Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum hefur birt upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem skutu Dolal Idd, svartan mann á þrítugsaldri, til bana á miðvikudag. Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla í Minneapolis drepur mann frá því að George Floyd lést í maí. 1.1.2021 23:26
Ásgeir og Helga trúlofuðu sig við Dynjanda Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Helga Viðarsdóttir viðskiptafræðingur trúlofuðu sig í dag. Frá þessu greina þau í uppfærslum á Facebook. 1.1.2021 22:42
Magnað drónamyndband af flugeldadýrðinni við Hallgrímskirkju Duglega var skotið upp af flugeldum á höfuðborgarsvæðinu í tilefni áramóta í gærkvöldi. Skotgleðin við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti náði hámarki í kringum miðnætti en Egill Aðalsteinsson tökumaður fréttastofu náði mögnuðum drónamyndum af flugeldadýrðinni í gær. Myndband Egils má sjá hér fyrir neðan. 1.1.2021 22:15
BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. 1.1.2021 21:06
„Bara smá tilfinning og búið“ Stefán Þorleifsson, 104 ára og elsti núlifandi karlmaður á Íslandi, var bólusettur fyrir kórónuveirunni í Neskaupstað fyrr í vikunni. Hann segir sprautuna ekki hafa verið neitt mál og hefur ekki fundið fyrir eftirköstum. 1.1.2021 20:31
Birta nöfn allra sem saknað er í Ask Norska lögreglan birti í dag nöfn þeirra sem saknað er eftir að leirskriður féllu á bæinn Ask aðfaranótt miðvikudags. Á meðal þeirra sem saknað er eru tvö börn, tveggja og þrettán ára, auk mæðgina á sextugs- og þrítugsaldri. 1.1.2021 19:35
Þessar skattabreytingar taka gildi nú um áramótin Ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu tóku gildi nú um áramótin. Þar má nefna 3,6 prósent lækkun á grunnþrepi tekjuskatts, breytingu á frítekjumarki, hækkun á krónutölugjöldum og hækkun á skerðingarmörkum barnabóta. 1.1.2021 19:03
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Besstastöðum í dag, nýársdag. Á meðal þeirra sem fengu orðu eru Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona og Bernd Ogrodnik, brúðumeistari. 1.1.2021 18:09