Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. 30.12.2020 11:56
Níu greindust innanlands í gær Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex voru í sóttkví við greiningu en þrír utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum Covid.is. 30.12.2020 10:50
Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. 30.12.2020 10:20
Gjaldþrota eftir áralanga og opinskáa baráttu Ellý Ármannsdóttir, listmálari og fjölmiðlakona, var lýst gjaldþrota í dag. Tilkynnt er um fyrirhugaðan skiptafund þrotabúsins í Lögbirtingablaðinu. Ellý segir í samtali við Fréttablaðið að gjaldþrotið hafi verið viðbúið. 29.12.2020 23:40
Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29.12.2020 23:00
Kurr í sjúkraflutningamönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu við kórónuveirunni. Sjúkraflutningamenn eru samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra í fjórða forgangshóp en ættu „í fullkomnum heimi“ að vera í fyrsta eða öðrum, að mati formannsins. 29.12.2020 21:34
Fleiri fá að snúa heim á Seyðisfirði Rýmingu hefur nú verið aflétt á stærra svæði á Seyðisfirði og geta íbúar við fjórar götur í bænum til viðbótar snúið aftur heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram er í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði vegna skriðuhættu en þar féll stór skriða á bæinn skömmu fyrir jól. 29.12.2020 19:48
„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29.12.2020 19:31
Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. 29.12.2020 18:44
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Þáttaskil urðu í dag þegar fyrstu einstaklingarnir hér á landi voru bólusettir gegn Covid-19. Fólk var fullt tilhlökkunar yfir því að loks sé farið að sjá fyrir endann á faraldrinum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 29.12.2020 18:00