„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 19:31 Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class. Skjáskot/Stöð 2 Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. Uppsagnirnar ná til níutíu starfsmanna World Class og taka gildi um áramótin. Eftir eru um 200 starfsmenn en um helmingi starfsfólks var sagt upp á árinu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Líkamsræktarstöðvar hafa nú verið lokaðar síðan í október vegna kórónuveiruaðgerða. Björn sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann teldi uppsagnirnar nauðsynlegar. Hann kvað óvissuna um komandi vikur erfiða. „Ég myndi segja það, við fáum engin svör um hvenær við fáum að opna. Það er bara talað um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á og við verðum að tryggja að við lifum þetta af,“ sagði Björn. Geta stuðst við bókanir með 100 manns Þórólfur Guðnason sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann vonaðist til að hægt yrði að létta á aðgerðum um 12. janúar. Inntur eftir því hvort það hefði breytt einhverju fyrir hann ef hann hefði fengið skýrari svör og jafnvel dagsetningar sagði Björn svo vera. „Að sjálfsögðu. En með þessi svör, að við eigum bara að hafa lokað á meðan það finnist einhvers staðar smit í samfélaginu, verðum við að reka fyrirtækið eins og okkur er best boðið.“ Björn mat það svo að hann gæti haldið starfsemi sinni gangandi í hundrað manna samkomubanni. „Ég myndi segja að 100 manna samkomutakmarkanir væru í fínu lagi. Þá getum við bókað inn í tækjasalinn og bókað inn í leikfimitíma. Stærðirnar í þessum sal [líkamsræktar sal World Class í Laugum] eru náttúrulega þannig að það er eins og krækiber í helvíti. Við erum með sextán stöðvar þannig að þetta dreifist mjög vel. En ef þetta er eins og það er núna, að það er [gefið leyfi fyrir] tuttugu manns eða tíu, það er bara út í hött.“ Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Uppsagnirnar ná til níutíu starfsmanna World Class og taka gildi um áramótin. Eftir eru um 200 starfsmenn en um helmingi starfsfólks var sagt upp á árinu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Líkamsræktarstöðvar hafa nú verið lokaðar síðan í október vegna kórónuveiruaðgerða. Björn sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann teldi uppsagnirnar nauðsynlegar. Hann kvað óvissuna um komandi vikur erfiða. „Ég myndi segja það, við fáum engin svör um hvenær við fáum að opna. Það er bara talað um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á og við verðum að tryggja að við lifum þetta af,“ sagði Björn. Geta stuðst við bókanir með 100 manns Þórólfur Guðnason sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann vonaðist til að hægt yrði að létta á aðgerðum um 12. janúar. Inntur eftir því hvort það hefði breytt einhverju fyrir hann ef hann hefði fengið skýrari svör og jafnvel dagsetningar sagði Björn svo vera. „Að sjálfsögðu. En með þessi svör, að við eigum bara að hafa lokað á meðan það finnist einhvers staðar smit í samfélaginu, verðum við að reka fyrirtækið eins og okkur er best boðið.“ Björn mat það svo að hann gæti haldið starfsemi sinni gangandi í hundrað manna samkomubanni. „Ég myndi segja að 100 manna samkomutakmarkanir væru í fínu lagi. Þá getum við bókað inn í tækjasalinn og bókað inn í leikfimitíma. Stærðirnar í þessum sal [líkamsræktar sal World Class í Laugum] eru náttúrulega þannig að það er eins og krækiber í helvíti. Við erum með sextán stöðvar þannig að þetta dreifist mjög vel. En ef þetta er eins og það er núna, að það er [gefið leyfi fyrir] tuttugu manns eða tíu, það er bara út í hött.“
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44
Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53
350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01