„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 19:31 Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class. Skjáskot/Stöð 2 Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. Uppsagnirnar ná til níutíu starfsmanna World Class og taka gildi um áramótin. Eftir eru um 200 starfsmenn en um helmingi starfsfólks var sagt upp á árinu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Líkamsræktarstöðvar hafa nú verið lokaðar síðan í október vegna kórónuveiruaðgerða. Björn sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann teldi uppsagnirnar nauðsynlegar. Hann kvað óvissuna um komandi vikur erfiða. „Ég myndi segja það, við fáum engin svör um hvenær við fáum að opna. Það er bara talað um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á og við verðum að tryggja að við lifum þetta af,“ sagði Björn. Geta stuðst við bókanir með 100 manns Þórólfur Guðnason sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann vonaðist til að hægt yrði að létta á aðgerðum um 12. janúar. Inntur eftir því hvort það hefði breytt einhverju fyrir hann ef hann hefði fengið skýrari svör og jafnvel dagsetningar sagði Björn svo vera. „Að sjálfsögðu. En með þessi svör, að við eigum bara að hafa lokað á meðan það finnist einhvers staðar smit í samfélaginu, verðum við að reka fyrirtækið eins og okkur er best boðið.“ Björn mat það svo að hann gæti haldið starfsemi sinni gangandi í hundrað manna samkomubanni. „Ég myndi segja að 100 manna samkomutakmarkanir væru í fínu lagi. Þá getum við bókað inn í tækjasalinn og bókað inn í leikfimitíma. Stærðirnar í þessum sal [líkamsræktar sal World Class í Laugum] eru náttúrulega þannig að það er eins og krækiber í helvíti. Við erum með sextán stöðvar þannig að þetta dreifist mjög vel. En ef þetta er eins og það er núna, að það er [gefið leyfi fyrir] tuttugu manns eða tíu, það er bara út í hött.“ Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Uppsagnirnar ná til níutíu starfsmanna World Class og taka gildi um áramótin. Eftir eru um 200 starfsmenn en um helmingi starfsfólks var sagt upp á árinu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Líkamsræktarstöðvar hafa nú verið lokaðar síðan í október vegna kórónuveiruaðgerða. Björn sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann teldi uppsagnirnar nauðsynlegar. Hann kvað óvissuna um komandi vikur erfiða. „Ég myndi segja það, við fáum engin svör um hvenær við fáum að opna. Það er bara talað um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á og við verðum að tryggja að við lifum þetta af,“ sagði Björn. Geta stuðst við bókanir með 100 manns Þórólfur Guðnason sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann vonaðist til að hægt yrði að létta á aðgerðum um 12. janúar. Inntur eftir því hvort það hefði breytt einhverju fyrir hann ef hann hefði fengið skýrari svör og jafnvel dagsetningar sagði Björn svo vera. „Að sjálfsögðu. En með þessi svör, að við eigum bara að hafa lokað á meðan það finnist einhvers staðar smit í samfélaginu, verðum við að reka fyrirtækið eins og okkur er best boðið.“ Björn mat það svo að hann gæti haldið starfsemi sinni gangandi í hundrað manna samkomubanni. „Ég myndi segja að 100 manna samkomutakmarkanir væru í fínu lagi. Þá getum við bókað inn í tækjasalinn og bókað inn í leikfimitíma. Stærðirnar í þessum sal [líkamsræktar sal World Class í Laugum] eru náttúrulega þannig að það er eins og krækiber í helvíti. Við erum með sextán stöðvar þannig að þetta dreifist mjög vel. En ef þetta er eins og það er núna, að það er [gefið leyfi fyrir] tuttugu manns eða tíu, það er bara út í hött.“
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44
Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53
350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01