Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Þór­ólfur búinn að skila minnis­blaði

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu.

Mál­flutningur lýta­skurð­læknisins ekki í takt við raun­veru­leg vísindi

Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi.

Flúðu á Hverfisgötu undan myglu

Samtökin ’78 hafa flutt skrifstofu sína í húsnæði á Hverfisgötu 39 vegna myglu sem fannst í húsakynnum Samtakanna við Suðurgötu. Frá þessu greina samtökin á Facebook í dag.

Sagði 497 sím­töl á 23 dögum tengjast „bíla­við­skiptum“

Héraðsdómur Reykjavíkur taldi félagana Matthías Jón Karlsson og Vygantas Visinskis ekki eiga sér neinar málsbætur í stórfelldu fíkniefnamáli, sem þeir voru dæmdir í fjögurra og tæplega sex ára fangelsi fyrir í dag. Matthías og Vygantas hringdust á 497 sinnum á 23 daga tímabili í vor en sá síðarnefndi sagði að símtölin hefðu tengst „bílaviðskiptum.“

Grillhúsinu skellt í lás eftir tæpa þrjá áratugi

Veitingastaðnum Grillhúsinu á Tryggvagötu, sem staðið hefur við götuna í hartnær þrjá áratugi, hefur verið lokað. Þetta staðfestir Þórður Bachmann eigandi Grillhússins í samtali við Fréttablaðið í dag.

Tuttugu mínútna bið eftir bólu­setninguna flækir málið

Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir flókið að skipuleggja bólusetningu við kórónuveirunni og horfa þurfi til ýmissa sviðsmynda. Eitt flækjustigið felist til dæmis í því að þeir sem eru bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott.

Sjá meira