Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

„Janúar verður hrylli­legur“

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, varar við því að faraldur kórónuveiru eigi enn eftir að versna í Bandaríkjunum, hvar hann hefur náð nýjum hæðum síðustu daga og vikur. „Janúar verður hryllilegur,“ segir Fauci í samtali við Newsweek í dag.

Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands

Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar.

Lýsir á­hrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann

Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga.

Lést af slysförum í Árnessýslu

Maður sem féll ofan í vök í Árnessýslu á sjöunda tímanum var úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Fagnar því að neytandinn hafi haft sigur

Formaður Neytendasamtakanna fagnar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu, sem neitað var um að fá hægindastól afhentan sem hún greiddi að stærstum hluta fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Hann segir málið ódæmigert; flest mál sem tengist inneignarnótum og rati inn á borð samtakanna varði gildistíma.

Heitara vatn í pípunum og fólk gæti því varúðar

Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu eykst nú stöðugt með kólnandi veðri. Búist er við að álagsmet verði slegið á laugardag. Brugðist hefur verið við auknu álagi með því að hækka hitastig á vatninu og er fólk því hvatt til að gæta varúðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Fór niður um vök í grennd við Selfoss

Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir bólusetningar við kórónuveirunni geta hafist í fyrstu vikum næsta árs og hjarðónæmi myndist fljótt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Fær loksins milljón króna hæginda­stólinn sem hún keypti með inn­eignar­nótum

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa.

Sjá meira