Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­bæri­legt marg­menni vegna niður­skurðar

Fastagestir Vesturbæjarlaugar mótmæla því harðlega að sundlaugar borgarinnar skuli standa meira og minna lokaðar á hátíðisdögum þetta árið. Óbærilegt margmenni hafi verið í lauginni á annan í jólum og heilu vinahóparnir verði svo sviknir um áramótasundið.

Opna aðra lyftuna í fyrra fallinu eftir sprenginguna í gær

Örtröð myndaðist í Bláfjöllum í gær þegar fimm þúsund manns lögðu leið sína í brekkurnar. Framkvæmdastjóri segir daginn einn þann allra fjölmennasta frá því hann hóf störf. Langar raðir myndist óhjákvæmilega þegar slíkur fjöldi komi saman. Ekki hafi verið hægt að opna fleiri lyftur vegna manneklu.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á svipuðum hraða og fyrir eldgosið 18. desember. Líkur á eldgosi aukast með degi hverjum. Íbúar í Grindavík eru margir ósáttir við lítinn viðbúnað og telja að meira væri hægt að gera til að skrásetja innkomur í bæinn eftir að fregnir bárust af þjófnaði.

Allt muni snúast um per­sónurnar þrjár

Fyrrverandi vígslubiskup á Hólum reiknar með að fleiri prestar verði tilnefndir í biskupskjöri en þeir tveir sem gefið hafa kost á sér til embættisins hingað til. Hún telur presta sammála um að rödd kirkjunnar þurfi að heyrast hærra og það verði þeim efst í huga þegar gengið verður til kosninga.

Spenntur að halda jólin inni­lokaður og í friði

Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld.

Hádegisfréttir Stöðvar 2

Óvissustig vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Norðurlandi og Vestfjörðum. Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður í bænum. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Landris við Svartsengi mun líklegast ná sömu hæð og fyrir gos eftir tvær til þrjár vikur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir það vonbrigði að það gæti byrjað að gjósa á ný nærri bænum. Hann telur að fáir muni gista í Grindavík yfir hátíðarnar. Við fjöllum um stöðuna á Reykjanesskaga í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Troð­fullar brekkur í Blá­fjöllum

Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni.

Sjá meira