Allt muni snúast um persónurnar þrjár Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2023 11:49 Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup á Hólum á leið til Hóladómkirkju þegar eftirmaður hennar, Gísli Gunnarsson, var vígður. Fyrir aftan hana er Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands. Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Fyrrverandi vígslubiskup á Hólum reiknar með að fleiri prestar verði tilnefndir í biskupskjöri en þeir tveir sem gefið hafa kost á sér til embættisins hingað til. Hún telur presta sammála um að rödd kirkjunnar þurfi að heyrast hærra og það verði þeim efst í huga þegar gengið verður til kosninga. Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, lætur af embætti í vor. Biskupskjör verður haldið í mars og nú yfir jólin tilkynntu tveir prestar að þeir gæfu kost á sér í embættið, þær Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Í biskupskjörinu í mars verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum reglum. Fyrst getur sérhver prestur tilnefnt allt að þrjá kandídata og þeir þrír sem hljóta flestar tilnefningar fara áfram í kjörið sjálft. Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup á Hólum telur líklegt að fleiri en áðurnefndir tveir prestar verði um hituna. „Ég geri ráð fyrir því að prestar munu tilnefna miklu fleiri heldur en þessar tvær mjög svo ágætu konur, sem eru búnar að gefa það út að þær munu taka tilnefningu, ef þær verði tilnefndar.“ Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem tilnefndir verða taki endilega tilnefningu. Og ekki þarf heldur að gefa sérstaklega kost á sér til að vera tilnefndur. Solveig segist þó ekki hafa heyrt aðra verið orðaða við áhuga á embættinu en þær Helgu og Guðrúnu. Og sjálf hyggst Solveig ekki gefa kost á sér, hún fór á eftirlaun í fyrra. Telur ekki ákall um breytingar Solveig segir skiptar skoðanir á kirkjuþingi um eðli biskupsembættisins, hvort biskup eigi að vera andlegur leiðtogi eða hafa einnig vald yfir mannauðsmálum. „En hins vegar tel ég að biskupskosningarnar komi alls ekki til með að snúast um þetta. Ég er alveg sannfærð um að biskupskosningin muni snúast um þær persónur sem verða þar tilnefndar, hvað þær hafa að segja og hvernig þær koma fram fyrir hönd kirkjunnar.“ Heldurðu að það sé ákall um breytingar fra því sem hefur verið? „Nei, það held ég ekki. Ég held að allir séu sammála um að rödd kirkjunnar þarf að heyrast betur heldur en hún hefur verið undanfarin ár og ég held að það sé það sem við munum koma til með að sameinast um á næstu misserum.“ Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00 Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, lætur af embætti í vor. Biskupskjör verður haldið í mars og nú yfir jólin tilkynntu tveir prestar að þeir gæfu kost á sér í embættið, þær Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Í biskupskjörinu í mars verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum reglum. Fyrst getur sérhver prestur tilnefnt allt að þrjá kandídata og þeir þrír sem hljóta flestar tilnefningar fara áfram í kjörið sjálft. Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup á Hólum telur líklegt að fleiri en áðurnefndir tveir prestar verði um hituna. „Ég geri ráð fyrir því að prestar munu tilnefna miklu fleiri heldur en þessar tvær mjög svo ágætu konur, sem eru búnar að gefa það út að þær munu taka tilnefningu, ef þær verði tilnefndar.“ Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem tilnefndir verða taki endilega tilnefningu. Og ekki þarf heldur að gefa sérstaklega kost á sér til að vera tilnefndur. Solveig segist þó ekki hafa heyrt aðra verið orðaða við áhuga á embættinu en þær Helgu og Guðrúnu. Og sjálf hyggst Solveig ekki gefa kost á sér, hún fór á eftirlaun í fyrra. Telur ekki ákall um breytingar Solveig segir skiptar skoðanir á kirkjuþingi um eðli biskupsembættisins, hvort biskup eigi að vera andlegur leiðtogi eða hafa einnig vald yfir mannauðsmálum. „En hins vegar tel ég að biskupskosningarnar komi alls ekki til með að snúast um þetta. Ég er alveg sannfærð um að biskupskosningin muni snúast um þær persónur sem verða þar tilnefndar, hvað þær hafa að segja og hvernig þær koma fram fyrir hönd kirkjunnar.“ Heldurðu að það sé ákall um breytingar fra því sem hefur verið? „Nei, það held ég ekki. Ég held að allir séu sammála um að rödd kirkjunnar þarf að heyrast betur heldur en hún hefur verið undanfarin ár og ég held að það sé það sem við munum koma til með að sameinast um á næstu misserum.“
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00 Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40
„Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00
Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57