Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Þjóðarflugfélag Grænlendinga, Air Greenland, hefur orðið fyrir stórfelldu fjárhagstjóni vegna metfjölda aflýstra flugferða til nýja flugvallarins í Nuuk. Inga Dóra Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Air Greenland, segir félagið aldrei hafa lent í öðru eins í yfir sextíu ára sögu sinni. 5.10.2025 22:40
Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Báðar nýju göngu- og hjólabrýrnar yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hafa verið opnaðar umferð. Vinna við þær er á lokametrunum en búið að tengja þær báðar við stígakerfi Elliðaárdals. 4.10.2025 06:56
Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Nýráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, Arnar Már Magnússon, var í lykilhlutverki í ákvörðun flugfélagsins Play að reka eingöngu þotur frá Airbus í A320-línunni. Arnar var í hópi stofnenda Play, gegndi stöðu forstjóra í fyrstu en var einnig flugrekstrarstjóri. 2.10.2025 15:33
Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Furðulegar tilfæringar mátti sjá á Akureyrarflugvelli í dag þegar gat var sagað á flugskýli til að troða þar inn framhluta flugvélar. 1.10.2025 21:40
Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Allt frá sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða fyrir ríflega hálfri öld hafa minnst fimm íslensk félög verið stofnuð til að keppa við Icelandair í farþegaflugi til og frá Íslandi. Öll hafa þau farið á hausinn. 29.9.2025 22:22
Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28.9.2025 21:11
Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, er orðinn opinber fánadagur á Grænlandi, samkvæmt nýjum fánalögum sem tóku gildi í síðasta mánuði. Ræðismaður Íslands í Nuuk segir þetta kannski sýna í verki þann hlýhug sem Grænlendingar bera til Íslendinga. 24.9.2025 21:21
Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21.9.2025 20:40
Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Grænlendingar eru drjúgir hvalveiðimenn. Kvótinn í ár leyfir þessari næstu nágrannaþjóð Íslendinga að veiða þrjátíu og eitt stórhveli og hátt í tvöhundruð hrefnur. 20.9.2025 21:41
Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Íslendingar eiga enn eftir að uppgötva Grænland sem ferðamannaland en yfirgnæfandi meirihluti farþega Icelandair þangað eru útlendingar. 11.9.2025 21:41