fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heiðar mætir með Dreka í nýja olíu­leit

Nýtt félag, Dreki Kolvetni, hefur verið stofnað um olíuleit og fer Heiðar Guðjónsson fjárfestir fyrir félaginu. Hann var áður stjórnarformaður Eykons Energy, sem fyrir áratug var helsta íslenska félagið í olíuleit á Drekasvæðinu.

Mjófirðingar segja lax­eldi geta lyft byggðinni snöggt

Mjófirðingum líst vel á ákvörðun atvinnuvegaráðherra að hefja undirbúning laxeldis í Mjóafirði. Ráðgjafi í fiskeldismálum áætlar að fjörðurinn gæti árlega skilað tíu til tólf milljarða króna útflutningsverðmæti.

Á­forma vinnu­vélar í Hvalárvirkjun í vor

Vesturverk stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar á Ströndum næsta vor eftir að Hæstiréttur hafnaði kröfu virkjunarandstæðinga um að jörðin Drangavík ætti hluta af vatnasviði virkjunarinnar. Fleiri kærumál eru hins vegar í gangi.

Sendi yfir­völdum undir­skriftir vegna Fjarðarheiðarganga

Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.

Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar

Arnarvarp sumarið 2025 reyndist lakara en síðustu tvö ár. Alls urpu að minnsta kosti 60 pör en einungis er hægt að staðfesta að 36 þeirra komu upp ungum. Þetta kemur fram í yfirliti Náttúrufræðistofnunar um arnarvarpið í ár.

And­staða eykst í Noregi gegn aðild

Andstaða gegn aðild að Evrópusambandinu hefur aukist í Noregi og lýsa 49 prósent Norðmanna sig núna andsnúna því að ganga í sambandið. Í samsvarandi könnun í marsmánuði sögðust 43 prósent andvíg aðild Noregs að sambandinu. Andstaðan eykst mest meðal ungs fólks.

Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni

Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum.

Á­köf undirskriftakeppni hafin vegna jarð­ganga

Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum.

Lögðu til að Gunnar og Hall­dór deildu Nóbelsverðlaununum

Meirihluti Nóbelsnefndarinnar árið 1955 mælti með sem fyrsta valkosti að bókmenntaverðlaununum yrði deilt milli íslensku rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness. Í lokaatkvæðagreiðslu innan akademíunnar varð niðurstaðan hins vegar sú að Halldór skyldi einn fá verðlaunin.

Sjá meira