Verka ekki bara saltfiskinn heldur djúpsteikja og setja hann á pizzu Á Hauganesi við Eyjafjörð hefur fiskvinnsla verið að þróast yfir í ferðaþjónustu í kringum saltfisk. Fiskverkunin Ektafiskur er komin eins langt í fullvinnsluna og hugsast getur. Saltfiskurinn er eldaður ofan í viðskiptavini og borinn fram á diskum á veitingastaðnum Baccalá Bar. 18.2.2021 11:03
Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna. 17.2.2021 09:32
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16.2.2021 23:39
Byrjaði að brugga sextán ára í bruggverksmiðju foreldranna Bruggverksmiðja er orðin stærsta fyrirtækið í rótgrónu sjávarplássi við Eyjafjörð. Upphafið má rekja til þess að sjómannshjón á Árskógssandi urðu að finna sér ný verkefni þegar eiginmaðurinn neyddist til að hætta sjómennsku. 15.2.2021 23:12
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15.2.2021 20:50
Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14.2.2021 21:36
Þegar Ströndungar hættu að róa og hófu að brugga Þeir kalla sig oft Árskógsstrendinga, en einnig Ströndunga, segir Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni þegar hann er spurður hvað íbúar sveitarinnar eru kallaðir í daglegu tali. Árskógsströnd er við Eyjafjörð á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur, var áður sjálfstætt sveitarfélag en er núna hluti Dalvíkurbyggðar. 14.2.2021 07:30
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11.2.2021 22:30
Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9.2.2021 23:27
Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9.2.2021 20:12