Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2021 11:55 Boeing 737 Max þotur Icelandair eru orðnar níu talsins með vélunum sem bætast við í þessari viku. Vilhelm Gunnarsson Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum. „Þessar þrjár bætast við þær sex sem við höfum þegar tekið við frá Boeing,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Eftir þessar afhendingar samanstendur 737 Max-floti Icelandair af níu vélum. Sex eru af gerðinni Max 8, með 160 sætum, en þrjár af gerðinni Max 9, með 178 sætum. Framundan er frekari vinna við nýju vélarnar í flugskýlum Icelandair á Keflavíkurflugvelli áður en þær fara í farþegaflug en félagið sér sjálft um að innrétta þær, þar á meðal að setja í þær flugsæti og skemmtikerfi. Þoturnar sem komu í nótt voru annars vegar TF-ICP, sem er Max 8, og hefur hún hlotið nafnið Landmannalaugar. Hin vélin er TF-ICC, sem er Max 9, og hefur hún fengið nafnið Kirkjufell. Þriðja vélin, TF-ICB, sem er Max 9, verður afhent Icelandair í Seattle í dag og er væntanleg til landsins í vikunni. Hún hefur fengið nafnið Langjökull. Icelandair samdi upphaflega um kaup á sextán Max-vélum árið 2013, en fækkaði þeim niður í tólf með endursamningum við Boeing í fyrra vegna kyrrsetningar vélanna. Gert er ráð fyrir að þrjár þotur verði afhentar á næsta ári en þær fyrstu voru teknar í notkun vorið 2018. Hér má sjá þegar Icelandair hóf að ferja Max-þoturnar aftur til Íslands frá Spáni í febrúar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu: Fréttir af flugi Boeing Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
„Þessar þrjár bætast við þær sex sem við höfum þegar tekið við frá Boeing,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Eftir þessar afhendingar samanstendur 737 Max-floti Icelandair af níu vélum. Sex eru af gerðinni Max 8, með 160 sætum, en þrjár af gerðinni Max 9, með 178 sætum. Framundan er frekari vinna við nýju vélarnar í flugskýlum Icelandair á Keflavíkurflugvelli áður en þær fara í farþegaflug en félagið sér sjálft um að innrétta þær, þar á meðal að setja í þær flugsæti og skemmtikerfi. Þoturnar sem komu í nótt voru annars vegar TF-ICP, sem er Max 8, og hefur hún hlotið nafnið Landmannalaugar. Hin vélin er TF-ICC, sem er Max 9, og hefur hún fengið nafnið Kirkjufell. Þriðja vélin, TF-ICB, sem er Max 9, verður afhent Icelandair í Seattle í dag og er væntanleg til landsins í vikunni. Hún hefur fengið nafnið Langjökull. Icelandair samdi upphaflega um kaup á sextán Max-vélum árið 2013, en fækkaði þeim niður í tólf með endursamningum við Boeing í fyrra vegna kyrrsetningar vélanna. Gert er ráð fyrir að þrjár þotur verði afhentar á næsta ári en þær fyrstu voru teknar í notkun vorið 2018. Hér má sjá þegar Icelandair hóf að ferja Max-þoturnar aftur til Íslands frá Spáni í febrúar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu:
Fréttir af flugi Boeing Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44
Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30
Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent