fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur Icelandair ekki lifa af krísuna án ríkisaðstoðar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn á að það takist að bjarga félaginu enda sé ekkert vit í öðru. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, telur það ekki gerast án ríkisaðstoðar.

Bjóða út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar Reykjanesbrautar

Vegagerðin hefur boðið út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar 5,6 kílómetra langs kafla Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þetta yrði síðasti kaflinn til að breikka í fjórar akreinar á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur.

Boða byltingu í sjávarútvegi við beinhreinsun þorskfiska

Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta verði bylting í sjávarútvegi.

Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls.

Hefja framkvæmdir við nýja byggð á Vatnsleysuströnd

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins.

Sjá meira