Loðnuleiðangurinn nýtir glugga í dag til að kanna Vestfjarðamið Loðnuleitarskipin þrjú undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar héldu úr höfn á Ísafirði upp úr klukkan sex í morgun. Dagurinn verður notaður í kapphlaupi áður en næsta bræla skellur á. 24.1.2020 10:05
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22.1.2020 21:36
Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22.1.2020 16:18
Loðnuleiðangurinn á hraðri siglingu í átt til Vestfjarða Hléið sem loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknastofnunar gerði á loðnuleitinni í gær vegna illviðris reyndist mun styttra en búist var við. Skipin þrjú lögðu öll úr höfn frá Akureyri á ný í kringum miðnætti. 21.1.2020 13:07
Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21.1.2020 10:23
Stutt hlé gert á loðnuleitinni meðan stormur gengur yfir Leiðangursstjórinn segir mjög lítið hafa sést af loðnu, aðeins hrafl eða smátorfur á stangli en hvergi neitt verulegt magn. Hann telur að loðnan sé ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. 20.1.2020 11:10
Sylvi Listhaug úthlutar 69 leyfum til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, tilkynnti í vikunni um úthlutun 69 nýrra sérleyfa til leitar og vinnslu olíu í lögsögu Noregs. 19.1.2020 16:15
Grænlendingar kaupa nýja Airbus-breiðþotu Ráðamenn grænlenska flugfélagsins Air Greenland tilkynntu á föstudag um kaup á nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Þetta er stærsta fjárfesting í sögu félagsins. 19.1.2020 09:34
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18.1.2020 13:39
Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Leitarskipin reyna nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. 17.1.2020 21:15