Enga loðnu að sjá við Hvalbak, leitarskip stefna á Langanes Engin loðna hefur enn fundist fyrir Austurlandi á fyrsta eiginlega leitardegi loðnuleitarinnar. Fimm leitarskip reyna næsta sólarhringinn að komast yfir sem stærst svæði áður en næsta illviðri skellur á. 16.1.2020 14:29
Haraldur Noregskonungur útskrifaður af sjúkrahúsi en áfram í veikindaleyfi Vegna veikindanna gat konungurinn ekki tekið þátt í opnunarathöfn olíusvæðis í Norðursjó í síðustu viku, né gat hann verið viðstaddur fyrsta leik Noregs í Evrópukeppninni í handbolta. 15.1.2020 21:25
Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15.1.2020 14:31
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14.1.2020 21:30
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14.1.2020 12:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13.1.2020 22:00
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13.1.2020 15:17
Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12.1.2020 22:00
Daginn búið að lengja um sextíu mínútur í Reykjavík Þremur vikum frá vetrarsólstöðum gætu landsmenn verið farnir að skynja lengingu birtutímans og kannski einhverjir farnir að láta sig dreyma um vorið, nú þegar aðeins rúmir þrír mánuðir eru í sumardaginn fyrsta. 12.1.2020 09:36
Ferðamannafjöldinn til Íslands í fyrra sá þriðji mesti í sögunni Ferðamönnum fækkaði um fjórtán prósent á nýliðnu ári. Engu að síður reyndist það þriðja besta ferðamannaár sögunnar. 11.1.2020 13:30