Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2020 08:10 Poula Kristín Buch og dæturnar Andrea og Sylvía Sigurðardætur rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu eru meðal þeirra sem rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2 næstu tvö mánudagskvöld. Áratugur er liðinn um þessar mundir frá þessum náttúruhamförum sem komu nafni Íslands í heimsfréttirnar vikum saman þegar aska Eyjafjallajökuls setti flugumferð í Evrópu á annan endann. Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010Stöð 2/Skjáskot úr þættinum. Vísindamenn höfðu fylgst með kvikuinnstreymi í eldstöðina um átján ára skeið þegar það á endanum braut sér leið upp á yfirborð, fyrst á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010, með þriggja vikna eldgosi sem kallað var túristagos, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls þann 14. apríl, með öskugosi sem lauk þann 23. maí sama ár. „Og þá var fjandinn laus,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, um öskufallið sem olli margvíslegum búsifjum í nærsveitum og einnig löngu eftir að gosinu var lokið. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi, í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Önundarhorn var sú bújörð sem varð fyrir mestu tjóni vegna eðjuflóða ofan í öskufall sem komu niður farveg Svaðbælisár og fylltu öll tún og skurði. Þar var ekki heyjað það sumar en eldgosið varð til þess að hjónin Poula Kristín Buch og Sigurður Þór Þórhallsson hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll ásamt dætrum sínum. Á upphafsdögum gossins hitti fréttamaður Stöðvar 2 móðurina Poulu Kristínu í hjálparmiðstöðinni að Heimalandi. Hún hafði þá flúið svart öskumistrið ásamt dætrunum Andreu og Sylvíu, sem þá voru 9 og 7 ára, en eiginmaðurinn Sigurður snúið til baka til að sinna bústofninum á bænum. Tíu árum síðar rifja þær upp þessar vikur þegar öskusprengingar eldgígsins blöstu við þeim út um eldhúsgluggann á Öndunarhorni en þær þurftu að sofa níu nætur að heiman. Í viðtali fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni undir Eyjafjöllum í apríl 2010. Poula Kristín og dæturnar Andrea og Sylvía, sem þá voru 9 ára og 7 ára.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég er fyrst núna að geta bara talað um þetta án þess að fara að gráta,“ segir Andrea og lýsir opinskátt þeirri erfiðu lífreynslu barnsins sem fylgdi gosinu og að þurfa að yfirgefa dýrin og sveitina sína. Fyrri þátturinn er á dagskrá mánudagskvöldið 6. apríl en sá síðari á annan í páskum. Hér má sjá sýnishorn: Eldgos og jarðhræringar Þættir á Stöð 2 Stöð 2 Rangárþing eystra Gos á Fimmvörðuhálsi Mýrdalshreppur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu eru meðal þeirra sem rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2 næstu tvö mánudagskvöld. Áratugur er liðinn um þessar mundir frá þessum náttúruhamförum sem komu nafni Íslands í heimsfréttirnar vikum saman þegar aska Eyjafjallajökuls setti flugumferð í Evrópu á annan endann. Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010Stöð 2/Skjáskot úr þættinum. Vísindamenn höfðu fylgst með kvikuinnstreymi í eldstöðina um átján ára skeið þegar það á endanum braut sér leið upp á yfirborð, fyrst á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010, með þriggja vikna eldgosi sem kallað var túristagos, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls þann 14. apríl, með öskugosi sem lauk þann 23. maí sama ár. „Og þá var fjandinn laus,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, um öskufallið sem olli margvíslegum búsifjum í nærsveitum og einnig löngu eftir að gosinu var lokið. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi, í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Önundarhorn var sú bújörð sem varð fyrir mestu tjóni vegna eðjuflóða ofan í öskufall sem komu niður farveg Svaðbælisár og fylltu öll tún og skurði. Þar var ekki heyjað það sumar en eldgosið varð til þess að hjónin Poula Kristín Buch og Sigurður Þór Þórhallsson hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll ásamt dætrum sínum. Á upphafsdögum gossins hitti fréttamaður Stöðvar 2 móðurina Poulu Kristínu í hjálparmiðstöðinni að Heimalandi. Hún hafði þá flúið svart öskumistrið ásamt dætrunum Andreu og Sylvíu, sem þá voru 9 og 7 ára, en eiginmaðurinn Sigurður snúið til baka til að sinna bústofninum á bænum. Tíu árum síðar rifja þær upp þessar vikur þegar öskusprengingar eldgígsins blöstu við þeim út um eldhúsgluggann á Öndunarhorni en þær þurftu að sofa níu nætur að heiman. Í viðtali fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni undir Eyjafjöllum í apríl 2010. Poula Kristín og dæturnar Andrea og Sylvía, sem þá voru 9 ára og 7 ára.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég er fyrst núna að geta bara talað um þetta án þess að fara að gráta,“ segir Andrea og lýsir opinskátt þeirri erfiðu lífreynslu barnsins sem fylgdi gosinu og að þurfa að yfirgefa dýrin og sveitina sína. Fyrri þátturinn er á dagskrá mánudagskvöldið 6. apríl en sá síðari á annan í páskum. Hér má sjá sýnishorn:
Eldgos og jarðhræringar Þættir á Stöð 2 Stöð 2 Rangárþing eystra Gos á Fimmvörðuhálsi Mýrdalshreppur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira