Öldungur á níræðisaldri lendir í Reykjavík í kvöld Tvær flugvélar af gerðinni Douglas Dakota eru núna á flugi til Íslands frá Grænlandi. Sú fyrri áætlar lendingu á Reykjavíkurflugvelli klukkan 21.07 en sú síðari klukkan 22.27. 27.5.2019 19:59
Þristur á leiðinni til Reykjavíkur Enn ein flugvélin í þristaleiðangrinum mikla yfir Atlantshafið er nú á leiðinni til Íslands. Það yrði tólfta Douglas Dakota-flugvélin sem millilendir í Reykjavík á aðeins einni viku. 26.5.2019 13:15
Næsti þristur áætlar að koma á sunnudag Stríðsþristarnir fimm, sem áðu í Reykjavík í gær á leiðinni til Normandí, eru núna allir flognir á brott áleiðis til Bretlands. Þar með eru ellefu Douglas Dakota-flugvélar farnar í gegnum Ísland af þeim fjórtán, sem búist er við. 24.5.2019 14:45
Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23.5.2019 22:45
Þristar sýndir milli kl. 19 og 21 í kvöld Ákveðið hefur verið að gefa almenningi aftur kost á að skoða gamla stríðsþrista norðan við Loftleiðahótelið í kvöld. Fimm þristar til viðbótar, sem eru á leið frá Ameríku til Bretlands, verða þá komnir á svæðið. 23.5.2019 17:32
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23.5.2019 13:15
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22.5.2019 23:00
Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22.5.2019 18:45
Sex þristar gætu náð til Reykjavíkur í kvöld Áhugamenn um gamlar flugvélar geta vænst þess að sjá nokkra þrista í flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vitað er um sex þrista sem stefna til Íslands í dag, ýmist frá Grænlandi eða Kanada. 22.5.2019 11:31
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21.5.2019 22:00