Þristar sýndir almenningi milli kl. 18 og 20 í kvöld Þristarnir, sem nú hafa viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli, verða til sýnis almenningi milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Sérstakt hlið verður opnað á girðingu norðan við Loftleiðahótelið. 21.5.2019 15:15
Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21.5.2019 11:00
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20.5.2019 23:15
Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. 20.5.2019 17:28
Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20.5.2019 15:15
Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20.5.2019 11:15
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19.5.2019 21:15
Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19.5.2019 16:30
Vegir Landsvirkjunar á við hálfan hringveginn í lengd Landsvirkjun hefur á rúmlega hálfrar aldar starfstíma sínum lagt vegi á landinu sem samsvarar vegalengdinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjárfesting orkufyrirtækisins í vegagerð nemur yfir tíu milljörðum króna. 12.5.2019 21:15
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8.5.2019 23:00