Hefja kornskurð óvenju snemma undir Eyjafjöllum eftir frábært hlýindasumar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2019 22:40 Kornskurðarvélin á ökrum Þorvaldseyrar í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kornuppskera stefnir í að verða óvenju góð sunnanlands í ár en kornskurður hófst í dag á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. Stór hluti uppskerunnar fer í ölgerð og bakarí. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Kornakrarnir undir Eyjafjöllum eru orðnir bleikir, - enn eitt dæmið um óvenju hagstætt tíðarfar í sumar. Bændurnir á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson og Páll Eggert, sonur hans, ræstu kornskurðarvélina í dag en þeir hafa oft ekki hafið kornslátt fyrr en komið er fram undir miðjan september. „En það er bara búið að vera svo frábært sumar og mikil hlýindi, eins og er í dag. Hérna er sextán stigi hiti og vindur. Kornið þornar bara á stráinu og það er kjörið að taka kornið á þessu stigi,“ segir Ólafur og minnist þess raunar að hafa áður byrjað kornskurð í endaðan ágúst.Bleikir akrar Þorvaldseyrar í dag. Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það hefur gengið á ýmsu í kornræktinni undanfarin ár og eftir lélegt ár í fyrra gleðst bóndinn yfir góðri uppskeru í ár. „Já, þetta er bara alveg toppurinn að lifa við svona. Að fá svona góð ár inn á milli. Og það er ekkert skemmtilegra en að vinna á kornakri í góðu veðri, eins og er í dag. Sjá hvernig vélin veður í gegnum akurinn og hirðir kornið í tank. Og það fer upp á vagn og síðan heim í kornhlöðu.“ Og það eru ekki bara kýrnar sem fá að njóta byggsins sem fóðurs heldur einnig mannfólkið. „Við erum að selja svona helminginn af korninu okkar til brugggerðar í Ölgerðinni. Og svo fer töluvert í mjöl líka, sem bakarí kaupa af okkur og baka úr þessu brauð og flatkökur og fleira," segir Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri. Hér má sjá viðtalið við hann í fréttum Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15 Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Kornuppskera stefnir í að verða óvenju góð sunnanlands í ár en kornskurður hófst í dag á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. Stór hluti uppskerunnar fer í ölgerð og bakarí. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Kornakrarnir undir Eyjafjöllum eru orðnir bleikir, - enn eitt dæmið um óvenju hagstætt tíðarfar í sumar. Bændurnir á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson og Páll Eggert, sonur hans, ræstu kornskurðarvélina í dag en þeir hafa oft ekki hafið kornslátt fyrr en komið er fram undir miðjan september. „En það er bara búið að vera svo frábært sumar og mikil hlýindi, eins og er í dag. Hérna er sextán stigi hiti og vindur. Kornið þornar bara á stráinu og það er kjörið að taka kornið á þessu stigi,“ segir Ólafur og minnist þess raunar að hafa áður byrjað kornskurð í endaðan ágúst.Bleikir akrar Þorvaldseyrar í dag. Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það hefur gengið á ýmsu í kornræktinni undanfarin ár og eftir lélegt ár í fyrra gleðst bóndinn yfir góðri uppskeru í ár. „Já, þetta er bara alveg toppurinn að lifa við svona. Að fá svona góð ár inn á milli. Og það er ekkert skemmtilegra en að vinna á kornakri í góðu veðri, eins og er í dag. Sjá hvernig vélin veður í gegnum akurinn og hirðir kornið í tank. Og það fer upp á vagn og síðan heim í kornhlöðu.“ Og það eru ekki bara kýrnar sem fá að njóta byggsins sem fóðurs heldur einnig mannfólkið. „Við erum að selja svona helminginn af korninu okkar til brugggerðar í Ölgerðinni. Og svo fer töluvert í mjöl líka, sem bakarí kaupa af okkur og baka úr þessu brauð og flatkökur og fleira," segir Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri. Hér má sjá viðtalið við hann í fréttum Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15 Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15
Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45
Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51
Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45
Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00
Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar almennilegar uppstyttur. 14. júní 2018 22:00