fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Endurunnin smurolía notuð til að keyra loðnubræðslur

Smurolían sem tekin er af bílnum okkar þegar við förum með hann í smurningu mun nýtast loðnubræðslum landsins í vetur; sem endurunnin úrgangsolía í íslenskri endurvinnslu. Þannig sparast umtalsverður gjaldeyrir.

Söng eitt vinsælasta sumarlag Íslendinga

Söngvarinn sem gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga er látinn. Hann hét Sigurdór Sigurdórsson og var jafnframt einn reynslumesti blaðamaður þjóðarinnar.

Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð

Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli.

Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum

Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið.

Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir

Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands.

Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli

Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum.

Sjá meira