Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28.10.2021 22:46
Segir jarðakaup Bretans ofbjóða öllum og vera ömurlega þróun „Þetta er farið að ofbjóða öllum,“ segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, um jarðakaup breska auðjöfursins Jims Ratcliffes í sveitinni, og segir Hafralónsá nánast í gíslingu vegna tilrauna hans til að ná meirihluta í veiðifélaginu. 26.10.2021 15:42
Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25.10.2021 21:21
Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24.10.2021 08:12
Frekari sannanir fyrir því að Íslendingar voru í Ameríku löngu á undan Kólumbusi Enginn þarf lengur að velkjast í vafa um að fornsögurnar um fund Vínlands í kringum árið þúsund eru sannar. Vísindamönnum hefur núna tekist að tímasetja mjög nákvæmlega hvenær norrænir menn dvöldu í Ameríku nærri fimmhundruð árum á undan Kristófer Kólumbusi. 21.10.2021 22:22
Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20.10.2021 22:11
Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20.10.2021 14:02
Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar. 18.10.2021 22:22
Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. 17.10.2021 14:32
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17.10.2021 06:27