Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þór­dís og Júlí eiga von á öðru barni

Leikara- og söngvaraparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á barni í sumar. Það er þeirra annað ban saman en fjórða barn þeirra. Þórdís og Júlí tilkynntu sameiginlega um barnið á samfélagsmiðlum í gær.

Taka á móti fyrstu drengjunum í með­ferð í lok febrúar

Áætluð verklok á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholti á Rangárvöllum eru um næstu mánaðamót, janúar/febrúar, og er gert ráð fyrir að húsið verði afhent Barna- og fjölskyldustofu á þeim tíma. Stefnt er að því að taka á móti fyrsta skjólstæðingi í lok febrúar 2026. Pláss er fyrir sex drengi og kynsegin á meðferðarheimilinu. 

Elsti Ís­lendingurinn 105 ára gömul kona

Í dag eru 41 einstaklingar 100 ára og eldri og tveir þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1920 og er því 105 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár um elstu Íslendingana.

Fast­eigna­gjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fast­eigna­skatts

Fasteignaskattprósenta lækkaði hjá meirihluta sveitarfélaga milli áranna 2025 og 2026. Hjá rúmlega þriðjungi sveitarfélaga er fasteignaskattasprósenta óbreytt milli ára en ekkert sveitarfélag hækkar. Þrátt fyrir það hækka fasteignagjöldin í langflestum tilvikum í krónum talið vegna hærra fasteignamats. 

Vínbúðinni í Smára­lind lokað fyrir sumarið

Vínbúð ÁTVR í Smáralind verður lokað fyrir sumarið. Þorgerður Kristín Þráinsdóttir forstjóri segir sölu hafa verið undir væntingum og því verði versluninni lokað. Starfsmönnum verður boðin vinna í öðrum vínbúðum og því verður engum sagt upp.

Telur ó­þarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlut­verk

Bjarni Benediktsson segir áhyggjuefni að það sé bakslag í baráttunni við verðbólguna og það sé krefjandi fyrir atvinnulífið að búa við hátt vaxtastig og hærri laun. Hann telur sína fortíð sína í pólitík ekki aftra sér í nýju hlutverki og telur að hann muni geta átt í góðum samskiptum við aðra leiðtoga innan atvinnulífsins, eins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. 

Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Sam­fylkingunni

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segist ekki merkja það innan Samfylkingarinnar að konum sé ekki treyst fyrir ábyrgðastöðum eða að það halli á konur. Hún segist ekki taka undir greiningu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á því af hverju hún hlaut ekki næga kosningu til oddvita. Steinunn segist brenna fyrir leikskóla- og velferðarmálum. 

Vilja stækka frið­lýst svæði á Gróttu og Sel­tjörn

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar greiðir í næstu viku atkvæði um nýja skilmála friðlýsingarsvæðisins á Gróttu og Seltjörn. Verði skilmálarnir samþykktir stækkar friðlýst svæði verulega og mun ná yfir strandlengjuna líka. Grótta var fyrst friðlýst árið 1974.

Sjá meira