Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Leikara- og söngvaraparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á barni í sumar. Það er þeirra annað ban saman en fjórða barn þeirra. Þórdís og Júlí tilkynntu sameiginlega um barnið á samfélagsmiðlum í gær. 27.1.2026 08:12
Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Áætluð verklok á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholti á Rangárvöllum eru um næstu mánaðamót, janúar/febrúar, og er gert ráð fyrir að húsið verði afhent Barna- og fjölskyldustofu á þeim tíma. Stefnt er að því að taka á móti fyrsta skjólstæðingi í lok febrúar 2026. Pláss er fyrir sex drengi og kynsegin á meðferðarheimilinu. 27.1.2026 06:32
Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona Í dag eru 41 einstaklingar 100 ára og eldri og tveir þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1920 og er því 105 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár um elstu Íslendingana. 26.1.2026 15:48
Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Fasteignaskattprósenta lækkaði hjá meirihluta sveitarfélaga milli áranna 2025 og 2026. Hjá rúmlega þriðjungi sveitarfélaga er fasteignaskattasprósenta óbreytt milli ára en ekkert sveitarfélag hækkar. Þrátt fyrir það hækka fasteignagjöldin í langflestum tilvikum í krónum talið vegna hærra fasteignamats. 26.1.2026 14:57
Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Vínbúð ÁTVR í Smáralind verður lokað fyrir sumarið. Þorgerður Kristín Þráinsdóttir forstjóri segir sölu hafa verið undir væntingum og því verði versluninni lokað. Starfsmönnum verður boðin vinna í öðrum vínbúðum og því verður engum sagt upp. 26.1.2026 13:14
Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Benediktsson segir áhyggjuefni að það sé bakslag í baráttunni við verðbólguna og það sé krefjandi fyrir atvinnulífið að búa við hátt vaxtastig og hærri laun. Hann telur sína fortíð sína í pólitík ekki aftra sér í nýju hlutverki og telur að hann muni geta átt í góðum samskiptum við aðra leiðtoga innan atvinnulífsins, eins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. 26.1.2026 11:35
Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segist ekki merkja það innan Samfylkingarinnar að konum sé ekki treyst fyrir ábyrgðastöðum eða að það halli á konur. Hún segist ekki taka undir greiningu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á því af hverju hún hlaut ekki næga kosningu til oddvita. Steinunn segist brenna fyrir leikskóla- og velferðarmálum. 26.1.2026 09:37
Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Enn á eftir að ráða í 30,7 stöðugildi í grunnskólum í Reykjavík, 45,8 grunnstöðugildi í leikskólum og 16,9 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Flest þeirra stöðugilda sem á eftir að ráða í tilheyra Austurmiðstöð í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. 16.1.2026 07:32
Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Gatnanafnanefnd hefur samþykkt að breyta nafni Fífilsgötu í Túnfífilsgötu. Nefndin hafði áður ákveðið að breyta nafninu götunnar í Hlíðarfótur því nafnið væri of líkt nafni annarrar götu, Vífilsgötu, í Norðurmýri. 15.1.2026 13:30
Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar greiðir í næstu viku atkvæði um nýja skilmála friðlýsingarsvæðisins á Gróttu og Seltjörn. Verði skilmálarnir samþykktir stækkar friðlýst svæði verulega og mun ná yfir strandlengjuna líka. Grótta var fyrst friðlýst árið 1974. 15.1.2026 11:23