Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kirkjan í Kiruna komin á á­fanga­stað

Flutningum kirkjunnar í Kiruna í nýjan miðbæ bæjarins er nú lokið. Flutningarnir hófust í gær og var tekin pása síðdegis í gær. Flutningar hófust aftur klukkan átta í morgun að staðartíma og er nú lokið. Kirkjan er flutt vegna stækkunar járngrýtisnámu LKAB við bæinn.

Enginn hand­tekinn vegna þjófnaðar á hrað­banka í Mos­fells­bæ

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar.

Kristján og Leó kaupa fyrr­verandi höfuð­stöðvar Lands­virkjunar

Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár.

Endur­bættur Kaffivagn opnar aftur í dag

Veitingastaðurinn Kaffivagninn opnar aftur í dag fyrir gesti og gangandi eftir gagngerar endurbætur, endurhönnun og endursköpun. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður frá því í vor vegna endurbótanna. Veitingastaðurinn opnaði árið 1935 og er elsti starfandi veitingastaður á Íslandi.

Gleði­efni að fjármálaráðherri tali um að­hald í ríkis­fjár­málum

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að vera bjartsýn en á sama tíma raunsæ um horfur á vinnumarkaði. Það sé gleðiefni að heyra fjármálaráðherra tala um meira aðhald í ríkisrekstri. Ríkið glími ekki við tekjuvanda en þurfi, eins og heimilin og fyrirtækin, að spá í útgjöldum sínum.

Hús­leit á heimili þekkts brotamanns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag.

Flytja eina frægustu kirkju Sví­þjóðar um fimm kíló­metra

Flutningar hófust í dag á einni frægustu kirkju Svíþjóðar. Flytja á kirkjuna um fimm kílómetra í nýjan miðbæ bæjarins Kiruna vegna stækkunar járngrýtisnámu undir bænum. Um sex þúsund íbúar þurfa að flytja heimili sitt vegna stækkunar námunnar. Stór hluti þeirra er þegar fluttur en áætlað er að flutningum og byggingu nýja bæjarins verði lokið 2032.

Notuðu gröfu til að brjótast inn í hrað­banka

Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi.

Sjá meira